Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 96
94
MULAÞING
var reynt að upplýsa, hvemig spurningum Wíums til sakbominganna
hefði verið háttað, og hvort þau hefðu staðið við sína fyrri játningu á
sökinni. Við því fengust heldur ógreið svör. Flest vitnanna kváðust nú
ekki muna nákvæmlega, hvemig Wíum hagaði spurningum til sakbom-
inganna, en öll kváðust þau þó hafa staðið í þeirri trú, að þau hefðu
bæði játað á sig sökina. Tvö vitnanna tóku þó svo sterkt til orða, að hún
hefði játað það hærra, en hann lægra. Við yfirheyrslur þessara vitna
kom það fram, að systkinunum hefði ekki verið stefnt til þingsins, held-
ur hefðu þau lofað að koma fyrir réttinn óstefnd, sem stefnd væm; að
hvorki hefði verið skipaður saksóknari í málinu né systkinunum settur
nokkur verjandi fyrir réttinum. Einnig upplýstu þau, að þeir Ámi og
Einar Þorvarðarsynir, sem ritað hefðu nöfn sín undir dóminn, væm nú
látnir, en báðir hefðu þeir setið réttinn með þeim. Hvað viðvíkur þátt-
töku þeirra Jóns á Eyvindará og Ömólfs í réttinum, upplýstu þessi þrjú
vitni, að Jón myndi hafa verið nefndur í hann og setið þar a.m.k. til að
byrja með, en hversu lengi kváðust þau ekki muna fyllilega, eða hvort
hann var þar til loka. Ekki töldu þau sig þó muna til þess, að Jón ritaði
nafn sitt undir dóminn eða gæfi nokkrum umboð til þess. Þau kváðu
Ömólf einnig hafa setið með þeim réttinn, og sum þeirra sögðust að
vísu hafa heyrt þess getið í lausu tali, að honum hefði orðið eitthvað á,
en ekki þó vitað neinar sönnur á því. Ekkert þeirra hefði þó gert Wíum
aðvart um þann orðróm, sem þau hefðu heyrt viðvíkjandi Ömólfi. Ekk-
ert þessara vitna sagðist heldur hafa heyrt Wíum bendlaðan við faðemi
þessa bams, um það leyti sem þingið var haldið, það hefðu þau fyrst
heyrt, eftir að Sigurður Eyjólfsson kom heim af alþingi 1743. Wíum
spurði þau nokkurra spuminga varðandi héraðsdóm sinn, og kom ekkert
fram honum til áfellis í svömm þeirra. Tvö vitnanna töldu sig þó muna
eftir því, að hann hefði gengið út úr dómshúsinu, áður en öll þingvitnin
höfðu lokið við að skrifa undir dóminn. Ömólfur Magnússon var fyrir
réttinum spurður alveg sömu spuminga og við yfirheyrslu Péturs Þor-
steinssonar árið 1745. Vom svör hans við þeim óbreytt að viðbættu því,
að hann kvaðst aldrei hafa sagt Wíum frá útlegðardómi sínum. Fram-
burður Jóns á Eyvindará var einnig í aðalatriðum hinn sami og árið
1745, (þá sagður á Ekkjufelli í Fellum). Játaði hann að vísu að hafa ver-
ið viðstaddur, þegar þingið var sett og séð, að sýslumaður var setztur
niður og farinn að skrifa eitthvað, sem hann áleit vera viðvíkjandi máli
systkinanna, enda hefði hann vitað, að dæma átti í því á þessu þingi.
Hins vegar minntist hann þess ekki, að hvorki Wíum né aðrir gerðu
honum aðvart um að sitja réttinn, og hefði hann farið burt úr þinghúsinu