Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 19
MÚLAÞING
17
“Skiljið þér það þá, að þessi heimsókn yðar í dag er sú mesta svívirð-
ing, sem mér og mínu heimili hefir nokkum tíma verið sýnd?”
Og nú reið hnefahögg Fjarðarbóndans á fægða mahóníplötuna af öllu
því afli, sem hugur og hönd áttu til.
Skipherrann varð hvumsa við, og fann, að hann hafði farið óvarlega
og gengið feti lengra en viturlegt var. Hann vildi nú gera gott úr öllu,
gekk að skáp sínum og sótti þangað flösku og tvö staup. Vildi nú bjóða
Sveini bikar af ljúffengu víni til sátta.
En Sveinn sagði “nei takk”.
“I fyrsta lagi er ég bindindismaður og drekk aldrei áfengi. Og í öðru
lagi bragða ég hvorki þurrt né vott um borð í þessu skipi.”
Varð nú fátt um kveðjur, en þó með allri kurteisi frá beggja hálfu.
Sveinn gekk ofan í skipsbátinn án þess að líta til hægri eða vinstri og
var róið í land.
Ég spurði Svein, hvort hann hefði enga hugmynd um, hver hefði gefið
dönsku stjóminni ástæðu til að gruna hann um að fela þýzkan kafbát.
Sveinn hló við, en sagðist álíta bezt, að það leyndarmál færi með sér í
gröfina.”
Ég heyrði oft minnst á þennan sérkennilega atburð í ungdæmi mínu,
þó því væri stolið úr huga mér þegar ég skrifaði þáttinn um Svein. Er
eins líklegt að atburður sá hefði gersamlega fallið í fymsku ef séra Jak-
ob hefði ekki bjargað málum. Og hann gerði betur eins og fyrr greinir.
Séra Jakob Jónsson:
“Sveinn í Firði og Norðmennirnir
Eitt sinn kom norskt skip inn á Mjóafjörð. Þurftu skipstjómarmenn að
sýna tollskjöl sín yfirvöldum svo sem lög stóðu til. Sýslumaður sat á
Eskifirði þá sem nú og fóra skipstjóri ásamt stýrimanni og ef til vill
fleirum til Eskifjarðar til fundar við yfirvaldið. Fengu þeir Svein í Firði
sér til fylgdar.
Þegar þeir höfðu lokið erindum sínum á Eskifirði héldu þeir til baka
áleiðis til Mjóafjarðar. Segir ekki af ferðum þeirra fyrr en á fjallinu, þar
sem skemmra var til byggða í Mjóafirði. Þá brast á stórhríð, svo varla sá
handaskil. Voru Norðmennimir lítt búnir til viðureignar við hríðina.
Voru þeir í þungum stígvélum, sem gjaman fylltust af snjó. Skipstjórinn
var kominn á efri ár og fór skjótt að bila þróttur. Sá Sveinn, að senn