Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 124
122
MÚLAÞING
riðum, má fremur gera ráð fyrir nokkru sannleiksgildi þessarar sagnar,
enda kemur hún heim við raunveruleikann í ýmsum atriðum.8 Enda þótt
hún styðjist að vísu ekki við eins öruggar heimildir og sú, er getið var
næst á undan, ætti þó að vera þarflaust að draga sannleiksgildi hennar
með öllu í efa.
Þessi tvö dæmi um hjálpsemi Wíums við sakamenn sýna því, svo að
ekki verður um villzt, að orðrómurinn þar að lútandi hefur átt við rök að
styðjast og Wíum hefur ekki hikað við að taka á sig þá áhættu, sem
hlaut að vera því samfara. Því má telja nokkur líkindi fyrir því, að þau
hafi ekki verið einstæð að þessu leyti, enda virðist mega ráða af ýmsu,
að á þessum tíma hafi margir burtstroknir sakamenn leitað til Austur-
lands til undankomu, og þar við bætist orðrómurinn um, að Wíum hafi
einmitt verið bjargvættur þeirra þar.
3. Dómarastörf Hans Wíums.
Eigi það við rök að styðjast, að Hans Wíum hafi verið hjálplegur sek-
um mönnum, eins og hér virðist hafa komið fram, er e.t.v. ekki úr vegi
að líta nokkru nánar á dómsstörf hans og önnur afskipti af sakamönn-
um. Þar sem dómabækur úr héraði eru ekki lengur varðveittar, verða
þau einkum ályktuð út frá þeim málefnum, sem komu til meðferðar al-
þingis á embættisferli hans, enda var nær öllum meiri háttar málum úr
héraði skotið til dómstóla alþingis, auk þess sem það var beinlínis skylt
í fjölmörgum tilvikum. Ekki er hægt að segja, að hlutur Wíums sé stór,
ef miðað er við stærð sýsluumdæmisins og tiltölulega langan embættis-
feril. Bendir það því ótvírætt í þá átt, að Wíum hafi ekki lagt sig mjög í
framkróka við að leita uppi yfirsjónir meðborgara sinna, og ekki tekið
mjög hart á þeim heldur, hverjar sem ástæðumar hafa verið. Er
skemmst frá því að segja, að allt frá því Wíum tók við sýsluembætti í
Múlasýslu árið 1740, þar til honum var vikið frá því árið 1751, var engu
máli frá hans hendi skotið til alþingis að undanskildu síðara blóð-
skammarmáli Jóns og Sunnefu, er hann lét umboðsmann sinn flytja á al-
þingi árið 1743. Hins vegar verða alger umskipti í þessum efnum hjá
eftirkomendum hans í sýsluembættinu, strax og honum var vikið frá
því. A alþingi árið 1753 lagði Pétur Þorsteinsson fram héraðsdóma sína
í málum tveggja sakbominga fyrir ítrekuð brot, er gengið höfðu í einni
af fyrrverandi þinghám Wíums.1 Árið eftir (1754) lagði Jón Sigurðsson
sýslumaður fram á alþingi héraðsdóm sinn yfir þriðja sakamanninum