Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 124

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 124
122 MÚLAÞING riðum, má fremur gera ráð fyrir nokkru sannleiksgildi þessarar sagnar, enda kemur hún heim við raunveruleikann í ýmsum atriðum.8 Enda þótt hún styðjist að vísu ekki við eins öruggar heimildir og sú, er getið var næst á undan, ætti þó að vera þarflaust að draga sannleiksgildi hennar með öllu í efa. Þessi tvö dæmi um hjálpsemi Wíums við sakamenn sýna því, svo að ekki verður um villzt, að orðrómurinn þar að lútandi hefur átt við rök að styðjast og Wíum hefur ekki hikað við að taka á sig þá áhættu, sem hlaut að vera því samfara. Því má telja nokkur líkindi fyrir því, að þau hafi ekki verið einstæð að þessu leyti, enda virðist mega ráða af ýmsu, að á þessum tíma hafi margir burtstroknir sakamenn leitað til Austur- lands til undankomu, og þar við bætist orðrómurinn um, að Wíum hafi einmitt verið bjargvættur þeirra þar. 3. Dómarastörf Hans Wíums. Eigi það við rök að styðjast, að Hans Wíum hafi verið hjálplegur sek- um mönnum, eins og hér virðist hafa komið fram, er e.t.v. ekki úr vegi að líta nokkru nánar á dómsstörf hans og önnur afskipti af sakamönn- um. Þar sem dómabækur úr héraði eru ekki lengur varðveittar, verða þau einkum ályktuð út frá þeim málefnum, sem komu til meðferðar al- þingis á embættisferli hans, enda var nær öllum meiri háttar málum úr héraði skotið til dómstóla alþingis, auk þess sem það var beinlínis skylt í fjölmörgum tilvikum. Ekki er hægt að segja, að hlutur Wíums sé stór, ef miðað er við stærð sýsluumdæmisins og tiltölulega langan embættis- feril. Bendir það því ótvírætt í þá átt, að Wíum hafi ekki lagt sig mjög í framkróka við að leita uppi yfirsjónir meðborgara sinna, og ekki tekið mjög hart á þeim heldur, hverjar sem ástæðumar hafa verið. Er skemmst frá því að segja, að allt frá því Wíum tók við sýsluembætti í Múlasýslu árið 1740, þar til honum var vikið frá því árið 1751, var engu máli frá hans hendi skotið til alþingis að undanskildu síðara blóð- skammarmáli Jóns og Sunnefu, er hann lét umboðsmann sinn flytja á al- þingi árið 1743. Hins vegar verða alger umskipti í þessum efnum hjá eftirkomendum hans í sýsluembættinu, strax og honum var vikið frá því. A alþingi árið 1753 lagði Pétur Þorsteinsson fram héraðsdóma sína í málum tveggja sakbominga fyrir ítrekuð brot, er gengið höfðu í einni af fyrrverandi þinghám Wíums.1 Árið eftir (1754) lagði Jón Sigurðsson sýslumaður fram á alþingi héraðsdóm sinn yfir þriðja sakamanninum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.