Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 44
42
MÚLAÞING
Þór birti úrdráttinn í Árbók hins íslenska fomleifafélags, sérprent
1990.
Úrdrætti þessum fylgir þessi formáli:
- “í bréfasöfnum Þjóðminjasafnsins geymast frásagnir af ýmsu merki-
legu um muni og minjar, sem aldrei hefur verið birt. Til dæmis er víða
sagt frá að gröftur hafi komið upp heima við bæi, og er slíkt í flestum
tilvikum merki þess, að bænhús eða einhvers konar guðshús hafi verið
þar fyrrum, þótt nú sé oft í fymsku fallið. Við eftirgrennslan kemur oft-
ast í ljós, að heimildir em til um guðshús á viðkomandi stað, en þó
finnst stundum merki til kirkjugarða á bæjum, sem hvergi eru nefndir
sem kirkju- eða bænhússtaðir í heimildum. Skýrsla sú, sem hér er birt, er
bréf til þjóðminjavarðar dag. 24. sept. 1954. Hún er svo óvenjulega skýr
og skilmerkileg, að hún stendur undir sér sem sjálfstæð grein, en auk
þess eru hún gott fordæmi öllum, sem rekast á mannabein heima við
bæi, að þeir gefi þeim sem beztan gaum og skýri Þjóðminjasafninu frá
því sem finnst. Slíkir fundir hafa sína sögulegu þýðingu.
- Séra Sveinn Víkingur, sem viðað hefur að sér miklu efni í guðshúsa-
tal, hefur skýrt frá, að engar beinar heimildir séu um guðshús á Þórarins-
stöðum, en hann telur mjög líklegt af almennum ástæðum, að þar hafi
bænhús verið, enda jörðin kristfjárjörð (sbr. Gíslamáldaga) og á slíkum
jörðum hafi einmitt oft verið bænhús. Beinafundurinn virðist taka af tví-
mæli um að bænhús hafi verið á Þórarinsstöðum. Ritstj.”
Á Náttúruvemdarþingi sem haldið var í Reykjavík, dagana 13.-15.
apríl 1984 flutti ég eftirfarandi tillögu um friðlýsingu:
“Tillaga umfriðlýsingu
A jörðinni Þórarinsstöðum í Seyðisfjarðarhreppi hefur til foma verið
bænhús eða kirkja. Þar hefur fundist grafreitur sem getið er um í Árbók
Fomleifafélagsins frá 1970.
Að áliti dr. Kristjáns Eldjáms fyrrv. þjóðminjavarðar og forseta er
staður þessi áhugaverður til friðlýsingar. Áttum við um það samtal
nokkru áður en hann lést, að koma friðlýsingu þessa staðar í fram-
kvæmd.
Vænti ég þess að máli þessu verði vel tekið af Náttúruvemdarþingi því
sem nú situr.
Virðingarfyllst
Sigurður Magnússon
fulltrúi Seyðisfjarðar.”