Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 25
MÚLAÞING
23
ef þama væri um franskt skip að ræða, hefðu þeir heyrt þær sögur um
fransmenn að þeir ættu til að ryðjast allir í bátinn í einu með þeim af-
leiðingum að báturinn sykki.
Akvað faðir minn þá að fara fótgangandi á strandstað. Ferðbjóst hann
svo og fór gangandi meðfram sjó yfir Selá og Nípslón á ís, en allt var
ísilagt.
Þegar hann kom á strandstað voru þar komnir menn innan úr Vopna-
fjarðarkauptúni og byrjaðir að undirbúa björgun. Um það leyti náðist
kaðall frá skipinu, sem festur hafði verið við bauju, og var það unglings-
piltur að nafni Guðni Kristjánsson, síðar kaupmaður á Vopnafirði, sem
náði baujunni þegar hana rak að landi.
Olafur Davíðsson verslunarstjóri á Vopnafirði hafði tekið forustuna
um björgunaraðgerðir. Reyna átti að nota björgunarstól, en hafið var
langt á milli lands og skips, 70-80 faðmar, og brim talsvert, en lítið þarf
að vera að sjó svo ekki fari að brjóta á boðunum út af Tangasporðinum.
Stóllinn dróst því á kafi í sjó og var því ekki hægt að nota þá aðferð,
hafði þó kaðallinn verið bundinn hátt upp á bakka landmegin.
Dreginn hafði verið bátur út á strandstað frá næsta bæ, Leiðarhöfn,
sem er stutt fyrir utan Vopnafjarðarkauptún. Eftir margar tilraunir með
að nota björgunarstólinn, sem alltaf mistókst, kallaði faðir minn upp að
hann skyldi reyna að bjarga mönnunum ef hann fengi að ráða því hvem-
ig að því yrði staðið.
Olafur Davíðsson taldi að hann vissi manna best hvemig ætti að
standa að björgunaraðgerðum, því hann hefði áður verið við björgunar-
aðgerð norður í landi, en gaf þó um síðir eftir að stjóma þar sem hans
tilraunir mistókust allar og sagði að faðir minn skyldi þá ráða.
Faðir minn tók þá við stjóminni. Flann lét binda kaðalinn við klett
niðri í fjöru við sjávarmál og sagði að hann myndi nota bátinn. Kallaði
hann þá upp yfir mennina sem þama voru saman komnir, hvort einhver
vildi koma með sér. Gaf sig fram einn maður sem hét Jón Gíslason og
átti heima inni í kauptúni, og fóru þeir nú í bátinn, en þar sem svo vont
var í sjó að ekki var hægt að róa, bundu þeir áramar fastar, en faðir minn
dró sig einn áfram eftir kaðlinum út að skipinu. Þar sem brimrót var tals-
vert og ágjöf mikil þurfti Jón Gíslason að ausa bátinn stanslaust.
Skipverjar höfðu dregið stólinn út að skipinu, og var hann notaður til
að komast frá skipinu niður í bátinn, þar sem báturinn gat ekki legið við
skipshlið vegna óróa og brims. Fóru þeir þama tvær ferðir milli lands og
skips sama daginn.
I fyrri ferðinni björguðu þeir tveim hásetum og matsveini. I síðari