Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 25

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 25
MÚLAÞING 23 ef þama væri um franskt skip að ræða, hefðu þeir heyrt þær sögur um fransmenn að þeir ættu til að ryðjast allir í bátinn í einu með þeim af- leiðingum að báturinn sykki. Akvað faðir minn þá að fara fótgangandi á strandstað. Ferðbjóst hann svo og fór gangandi meðfram sjó yfir Selá og Nípslón á ís, en allt var ísilagt. Þegar hann kom á strandstað voru þar komnir menn innan úr Vopna- fjarðarkauptúni og byrjaðir að undirbúa björgun. Um það leyti náðist kaðall frá skipinu, sem festur hafði verið við bauju, og var það unglings- piltur að nafni Guðni Kristjánsson, síðar kaupmaður á Vopnafirði, sem náði baujunni þegar hana rak að landi. Olafur Davíðsson verslunarstjóri á Vopnafirði hafði tekið forustuna um björgunaraðgerðir. Reyna átti að nota björgunarstól, en hafið var langt á milli lands og skips, 70-80 faðmar, og brim talsvert, en lítið þarf að vera að sjó svo ekki fari að brjóta á boðunum út af Tangasporðinum. Stóllinn dróst því á kafi í sjó og var því ekki hægt að nota þá aðferð, hafði þó kaðallinn verið bundinn hátt upp á bakka landmegin. Dreginn hafði verið bátur út á strandstað frá næsta bæ, Leiðarhöfn, sem er stutt fyrir utan Vopnafjarðarkauptún. Eftir margar tilraunir með að nota björgunarstólinn, sem alltaf mistókst, kallaði faðir minn upp að hann skyldi reyna að bjarga mönnunum ef hann fengi að ráða því hvem- ig að því yrði staðið. Olafur Davíðsson taldi að hann vissi manna best hvemig ætti að standa að björgunaraðgerðum, því hann hefði áður verið við björgunar- aðgerð norður í landi, en gaf þó um síðir eftir að stjóma þar sem hans tilraunir mistókust allar og sagði að faðir minn skyldi þá ráða. Faðir minn tók þá við stjóminni. Flann lét binda kaðalinn við klett niðri í fjöru við sjávarmál og sagði að hann myndi nota bátinn. Kallaði hann þá upp yfir mennina sem þama voru saman komnir, hvort einhver vildi koma með sér. Gaf sig fram einn maður sem hét Jón Gíslason og átti heima inni í kauptúni, og fóru þeir nú í bátinn, en þar sem svo vont var í sjó að ekki var hægt að róa, bundu þeir áramar fastar, en faðir minn dró sig einn áfram eftir kaðlinum út að skipinu. Þar sem brimrót var tals- vert og ágjöf mikil þurfti Jón Gíslason að ausa bátinn stanslaust. Skipverjar höfðu dregið stólinn út að skipinu, og var hann notaður til að komast frá skipinu niður í bátinn, þar sem báturinn gat ekki legið við skipshlið vegna óróa og brims. Fóru þeir þama tvær ferðir milli lands og skips sama daginn. I fyrri ferðinni björguðu þeir tveim hásetum og matsveini. I síðari
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.