Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 170
168
MULAÞING
Hann reri til fiskjar út á Héraðsflóa. Það var á þorra. Er á daginn leið fór
að hvessa á norðaustan. Þeir gátu ekki beitt í rétta vör vegna stormsins,
en lentu á rifi norðan ósa Fögruhlíðarárinnar. Jón eldri og Jón yngri
voru hásetar hjá Sigfúsi. Þeir vildu yfirgefa bátinn, vaða yfir álinn innan
rifsins og reyna þannig að bjarga sér. Sigfús vildi draga bátinn yfir rifið
og fleytast á honum til lands. Gerðu hvorir sem þeir vildu. Jónamir
drukknuðu báðir í álnum, en Sigfúsi tókst að koma bátnum yfir rifið og
fleytti sér á honum til lands. Bjargaði hann lífi sínu, en meiddist nokk-
uð. Komst svo heim í Ketilsstaði. Báturinn brotnaði í spón.
Arið 1737 voru Brynjólfur prófastur Halldórsson á Kirkjubæ og Olaf-
ur sonur hans að koma af sjó á Keri. Brim var og hvolfdist báturinn í
lendingunni. Brynjólfur drukknaði, en Ólafur náði lfki hans úr briminu
og hljóp með það upp fyrir flóðmörk. Þótti það karlmannlega gert, því
að prófastur var afar þungur. Frá þessu segir í þjóðsögum Sigfúsar (VII.
b. bls. 9).
Runólfur í Fagradal og synir hans leituðu eitt sinn hafnar á Keri í ó-
veðri. Báturinn lenti á útgrynni og stansaði á sandrifi. Lá við að hann
brotnaði. Þeir stukku út og ætluðu að stýra bátnum yfir rifið og láta
hann svo bera sig yfir álinn innan rifsins. Runólfur missti af bátnum.
Varð þá syni hans að orði: “Þar tók andskotinn við karlinum.” En Run-
ólfur stakk fingrum niður í sandinn og hélt sér þannig í útsoginu, skreið
svo á land er fjaraði. Sonur Runólfs, Ögmundur, varð bráðkvaddur utan
við Ketilsstaði síðar. Frá þessu segir í þjóðsögum Sigfúsar (VII. b. bls.
60). Sigfús segir að Runólfur hafi hrapað. Synir hans voru Ögmundur
og Runólfur.
Árið 1872 voru tveir vinnumenn Gunnlaugs Oddsen bónda á Ketils-
stöðum við fiskveiðar úti á Múla. Það voru Sveinbjöm Vigfússon, jám-
smiður á Ketilsstöðum, og Sigfinnur Sigvaldason frá Hóli í Hjaltastaða-
hreppi. Ekkert segir af veiði þeirra, en 6. apríl ætla þeir heim í Ketils-
staði og þurfa að fara fjöllin. Þeir fóru upp frá Skálabaksvík. Fyrir ofan
hana féll á þá snjóflóð. Þar fórust þeir báðir og fundust ekki fyrr en tíu
vikum síðar. Þeir voru jarðsungnir 21. júní 1872 að Kirkjubæ, en þar
var þá sóknarkirkja Hlíðarmanna.
Þetta slys varð til þess að sjósókn frá verstöðvum út með fjalli lagðist
niður.
I æviminningum Guðmundar frá Húsey segir frá sjósókn Guttorms í
Eyjaseli. Þar kemur vel í ljós hve erfitt gat orðið að bjarga afla, bát og
heilu skinni í brimlendingu við Héraðssanda.