Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 38
36
MÚLAÞING
losaði hana síðan af rekublaðinu og lagði hana aftur á sinn stað og huldi
hana moldu. Meira var ekki grafið daginn þann.
Þegar Björn hafði lokið við að hýsa kýrnar, sagði ég honum frá því
sem ég hafði orðið áskynja við uppgröftinn og bað hann um að segja
ekki frá því fyrst um sinn. Hann lofaði því og hélt það loforð trúlega.
Þetta sama kvöld sagði ég fóstra mínum frá höfuðkúpufundinum og
vildi helst hætta við gröft á þessum stað. Hann hugsaði málið, en var þó
tregur til að gefast upp við verkið að svo komnu. Hann féllst einnig á að
geta ekki um beinafund þennan. Astæðan fyrir þessari leynd var sú, að
ég hélt að beinafundur á þessum stað mundi kannski vekja upp myrk-
fælni hjá einhverju af heimilisfólkinu, og svo vildum við hafa næði við
verkið vegna forvitni annarra. Eg tilkynnti sýslumanni Norður-Múla-
sýslu, Hjálmari Vilhjálmssyni, um beinafundinn næsta dag, og hann til-
kynnti þegar þáverandi þjóðminjaverði, prófessor Matthíasi Þórðarsyni
hið sama, en hann kvaðst þá ekki geta komið rannsókn við, a.m.k. ekki á
næstunni. Einnig spurði ég prestinn okkar, sem þá var séra Sveinn Vík-
ingur Grímsson, hvað gera skyldi við beinin ef greftrinum yrði haldið á-
fram, en þá voru fleiri bein komin í ljós. Hann vildi helst að þeim yrði
komið fyrir inni í gryfjuveggnum eða sem næst þeim stað sem þau voru
upp tekin. Eftir þessi málalok vildi fóstri minn að greftrinum yrði haldið
áfram, og var svo gert. Beingrind sú, sem fylgdi höfuðkúpunni og ég
áður hef getið, var aðeins 0.70 m undir yfirborði jarðar. Hún var ekki
mjög illa farin.
Við hreinsuðum með gætni moldina af beinunum og gátum komið
höfuðkúpunni aftur nákvæmlega á réttan stað. Síðan mældi ég beina-
grindina. Var hún 1.69 m á lengd.
Beinin tókum við síðan upp, lögðum þau til hliðar skammt frá gryfj-
unni og huldum þau undir grastorfu meðan stóð á greftrinum. Við héld-
um svo áfram verki okkar. Þá komum við niður á urðarlag, sem ég hélt
vera gamalt aurhlaup. Það var um 0.50 m á þykkt, eða dýpt. Undir þess-
ari urð tók við moldarlag. Við pjökkuðum niður jámkallinum og lenti
hann þá á steini. Við könnuðum þetta betur, urðum fleiri steina varir, en
það var aðeins í miðri gryfjunni, austantil, sem við urðum þeirra varir og
það á lengju ca. 1,20 m breiðri frá austri til vesturs. Utan þessarar steina-
lengju var djúp mold beggja vegna. Þetta vakti forvitni okkar - og enn
var grafið.
Þegar við höfðum hreinsað ofan af steinunum, pjakkaði Bjöm jámkall-
inum lauslega niður á milli þeirra og var þá sem holrúm væri þar undir
og jámkallinn lenti á einhverju sem hvorki var mold né grjót. Eg bað