Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 196
194
MÚLAÞING
Sex piltar, Þorsteinn, Magnús, Pétur, Sveinn, Jón og Sigfús vóru sumir
gildir bændur og sómamenn í sveit sinni, tvær systur, Margrét og Ingi-
björg. Þau hjón, Páll og Una, vóru alltaf fátæk, en heyrðust þó aldrei
kvarta, heldur en altént væri þó fyrir hendi. Hann sífellt kátur og glaður,
skemmtandi og fræðandi hvörsdagslega. Þau bjuggu víða á jörðum þar í
dalnum. Páll var meðhjálpari og forsöngvari í 18 ár í Skriðuklausturs-
kirkju hjá síra Páli Magnússyni, hvað hann hafði á hendi þar til sonur
hans Sveinn tók við. Hann var besti skrifari og skrifaði ósköpin sjálf af
bókum, andlegum og veraldlegum. Hann skrifaði meiri hlutann í allar
kirkjubækur hjá síra Vigfúsi Ormssyni á Valþjófsstað og prófasti
Steffáni Ámasyni. Þegar Páll bjó á Víðivöllum syðri, gekk hann á út-
mánuðum í Valþjófsstað til að skrifa í bækumar hjá Vigfúsi presti, en
kona prests, Bergljót, gaf Páli í 2ja marka kana nýmjólk og litla
blómörskringlu niðrí. Síra Vigfús tók víst syni þeirra þrjá til fósturs ná-
lægt yfirheyrslualdri og hafði þá til þess að hann gifti þá frá sér, og
höfðu þeir sjálfsagt mikið gott lært hjá honum, því hann var búmaður
mesti og útsjónarmaður besti í öllu búskaparlegu og kom mörgu í því til-
liti í betra horf en áður hafði verið, og gæti eg margt upptalið, en það á
ekki hér við. Páll dó á níræðis aldri, 87 ára, eitthvað nálægt 1830, en
Sveinn sonur hans dó 1878, 82 ára.
Þorsteinn faðir Páls var bóndi á Melum í Fljótsdal, varð tvígiftur og
átti fjölda bama með báðum konum sínum, eitthvað á milli 10 og 20,
hvað flest komst upp og giftist víðs vegar um héraðið. Þorsteinn var
Jónsson, bónda á Hákonarstöðum, af Þorsteins jökuls ætt, bónda á Brú á
Jökuldal. Flutti sig og sitt fólk þegar Svartidauði geisaði, á Dyngju í
Amardal, og frelsaði svo sig og fólk sitt frá plágunni, utan einn mann
sem hann sendi niður á dalinn á öðru ári. Hann kom ei aptur, en eptir 3
ár sendi hann annan mann. Sá kom aptur og gekk nokkuð um dalinn og
fann engan mann lifandi.
Móðir Kristínar Torfadóttir hét Kristín Sveinsdóttir. Sá Sveinn var
Bjamason, Ketilssonar prests að Ási í Fellum. Sveinn var fóstursonur
Bessa á Hrafnkelsstöðum, sem skáldaði vísuna um Hans Wíum. Sveinn
Bjamason fékk fyrir konu Olöfu, dóttur Péturs Amsted prests að Hofi í
Vopnafirði. Þau reistu bú á Brú á Jökuldal, bjuggu þar um tvö ár, fluttu
svo þaðan ofan í Sandvík við Reyðarfjörð. Þau hjón áttu 19 böm, sem
flest lifðu og urðu fullorðin og giftust og jóku kyn sitt víðsvegar um
Austurland, og í Norðfirði vóru lengi niðjar þeirra, en eg þekki nú fæst
af því, nema gamla Bjama Steffánsson frænda á Ormsstöðum, sóma-
mann, og Svein bróður hans. Þegar Sveinn og Olöf fluttu frá Brú, þá var