Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 61
múlaþing
59
ræddar jarðir.19 Hins vegar virðist áhugi hans á því að fá Skriðuklaustur
til ábúðar hafa aukizt, eftir að hann var kominn austur síðar um sumar-
ið, því að svo virðist sem hann hafi sjálfur farið rakleitt þangað, en
aldrei setzt að á Egilsstöðum, enda kom það skýrt fram í sambandi við
vitnaleiðslur síðar, að á Skriðuklaustri hefur hann dvalizt veturinn 1740-
41.20 Hefur honum vafalaust þótt illt að þurfa að láta af hendi lén föður
síns, enda tregðaðist hann við að afhenda Þorsteini þau, og vegna þrá-
kelkni Wíums og búsetu hans á Skriðuklaustri tókst Þorsteini ekki að ná
yfirráðum yfir þeim, þótt þau hefðu verið slegin honum sem hæstbjóð-
anda. Varð Lafrentz amtmaður að skerast í málið, og fyrirskipaði hann
Wíum að afhenda Þorsteini jarðimar án tafar í harðorðu bréfi frá 24.
september 1740.21 Wíum sendi hins vegar sendimann til Bessastaða um
áramótin 1740-41 með bréf til amtmanns varðandi þetta mál, sem nú er
að vísu ekki lengur varðveitt. Sendimaðurinn kom við í Skálholti á leið-
inni, og sama dag ritaði Jón Amason biskup Magnúsi Gíslasyni lög-
manni bréf og segir þar m.a., að þeir séu að “hnippast á” sýslumennimir
Þorsteinn og Wíum, eftir því sem honum hafi verið skrifað að austan.22 í
svarbréfi Lafrentz frá 9. janúar 1741 kemur m.a. fram, að aðalástæður
Wíums fyrir því að hafa ekki afhent Þorsteini Skriðuklaustur hafa verið
þær, að hann telur sig þrátt fyrir allt hafa verið hæstbjóðanda að því.
Hafi hann skrifað stjóminni með síðustu skipum haustið 1740 og boðið
100 rd. í festu, og þess vegna sé hann réttur handhafi lénanna. Enda þótt
amtmaður hefði þessar afsakanir Wíums að engu, eins og berlega kemur
fram í bréfinu,23 urðu þó lyktir þessa máls þær, að Wíum fékk klaust-
urjarðaumboð föður síns vegna þessa eftirboðs síns, jafnvel þótt sterkar
líkur bentu til þess, að slíkt væri gagnstætt gildandi lögum. Staðfesti
stjómin þetta með bréfum til stiftamtmanns og amtmanns frá 8. apríl
1741. Þar segir, að þrátt fyrir boð Þorsteins Sigurðssonar á alþingi 1740
hafi stjómin engu að síður ákveðið, að Hans Wíum, sem boðið hafi 100
rd. í festu auk venjulegs árlegs afgjalds, skuli fá jarðaumboðið, enda
telji hann uppboðið á alþingi hafa farið fram án sinnar vitundar.24
Vafalaust hafa mörgum þótt þessi málalok þungbær, ekki sízt
Lafrentz amtmanni, er mjög hafði beitt sér í þessu máli. Kemur það m.a.
fram í bréfum til þeirra Þorsteins Sigurðssonar25 og Ochsens stiftamt-
manns, en þar segir hann, að Wíum hafi með rangri og ósannri skýrslu
blekkt bæði konung og stiftamtmann og væri því réttast, að nýtt uppboð
væri látið fara fram. Taldi hann, að Wíum hefði átt þess kost að taka
þátt í uppboðinu á alþingi á móti Þorsteini, sem þá hefði boðið a.m.k.
tuttugu rd. hærra (120 rd. í festu), sem konungur verði þarafleiðandi af.