Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 111

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 111
MÚLAÞING 109 um málið af æðra dómstóli. Var því Wíum fyrirskipað að stefna málinu fyrir landsyfirréttinn á næsta ári og jafnframt að halda sakbomingana í “forsvaranlegu” varðhaldi þangað til. Að þessu loknu var þingi slitið, en áður lýsti Wíum sig allsendis óánægðan með niðurstöðu dómsins.109 Dómur þessi virðist frá leikmanns augum séð fremur óeðlilegur miðað við kringumstæður, en kann þó að standast frá lagalegu sjónarmiði. Eft- ir að Wíum hafði svarið eið fyrir bameign með Sunnefu, hæstiréttur fullgilt meðferð hans á málinu og Jón hafði nú auk þess gengizt við fað- erni bamsins sjálfviljugur, hefðu átt að vera fengnar allhaldgóðar sann- anir fyrir því, að framburður Sunnefu væri rangur. Þrátt fyrir þessar staðreyndir var enn reynt að benda á veilumar í héraðsdómi Wíums og yfirheyrslum hans yfir systkinunum og nota þær sem átyllu fyrir því, að Sunnefu yrði gefinn kostur á að sverja fyrir Jón, þótt reyndar megi segja, að eina undankomuleiðin fyrir hana væri sú að kenna bamið ein- hverjum öðrum en Jóni, þar sem Wíum var nú ekki lengur til að dreifa í því sambandi. Hvað sem því líður, er hinn gjörbreytti framburður Jóns Jónssonar á þessu þingi mjög athyglisverður, ekki sízt nú, þegar loks virtist vera farið að hilla undir sýknu þeirra í málinu. Er hann því vart skiljanlegur nema út frá því sjónarmiði, að Jón hafi talið sig sekan og ekki viljað hylma lengur yfir það. Meira að segja er líklegt, að Sunnefu hefði verið leyft að vinna eiðinn þegar á þinginu, hefði Jón haldið fast við sakleysi sitt, og því má segja, að játning hans mæli eindregið með sekt hans. Athyglisvert er það þó engu að síður, að hún skyldi koma einmitt nú, er Wíum hafði tekið hann aftur í gæzlu sína. Málið var því ekki útkljáð á þessu aukalögþingi, og leið nú fram á árið 1757. Hinn 10. júní það ár gaf konungur út skipun til amtmanns, að hann “foranstalte en Extra-rets Holdelse” til þess að leiða blóðskammar- mál systkinanna til lykta.110 Það fórst þó fyrir, að Wíum stefndi málsað- iljum fyrir yfirréttinn sumarið 1757, eins og honum hafði verið fyrir- skipað, jafnvel þótt amtmaður gæfi honum aðvörun. Hafa því án efa valdið óhjákvæmilegar orsakir, svo sem nú skal greint frá: Vorið 1757 er talið að harðindin miklu á þessum áratug næðu hámarki, en um haustið (9. september) ritaði Wíum bréf til konungs og kvartaði mjög yfir slæmum fjárhagsástæðum sínum. Kvað hann 66 jarðir vera komnar í eyði í sýslunni og 260 manns hafa látizt þar úr hungri þetta ár, og sjálf- ur sagðist hann ekki sjá annað, “end ieg og mine maa dóe í Hunger lig- esom andre”.111 Það er því vel skiljanlegt, að slíkir erfiðleikatímar hafi ekki verið heppilegir til stefnubirtinga og langferðalaga, og því hafi málið farizt fyrir þetta árið. í annan stað hefur frestunin orsakazt af því,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.