Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 114
112
MÚLAÞING
þeim tilgangi að stytta ævidaga sína.117 Ekki geta þó aðrar heimildir um
þetta, en engu að síður er ekki útilokað, að það hafi átt við einhver rök
að styðjast, til dæmis hefði dauði Sunnefu getað átt einhvem þátt í því,
enda átti Jón skammt eftir ólifað. Hins vegar getur Gísli þess ekki og er
næsta ólíklegt, að þessi sinnisveiki Jóns hafi verið komin til, er hann
gekkst við sökinni á Ljósavatnsþingi tveimur árum áður, og getur því
skýring Gísla engan veginn talizt fullgild rök fyrir játningu Jóns, jafnvel
þótt eitthvað væri hæft í henni.
Sem fyrir var mælt, átti Wíum að leita úrskurðar konungs á dómi yfir-
réttar, og um haustið (7. nóvember 1758) ritaði Rantzau langa og ýtar-
lega bænaskrá til konungs um að Jón yrði náðaður frá lífláti. Taldi hann
sök Jóns í síðara blóðskammarmálinu ósannaða, þar sem Sunnefa hafi
frá upphafi neitað því harðlega allt fram í andlátið og hefði sennilega
lagt eið að því, ef Wíum hefði ekki komið í veg fyrir það með mótmæl-
um sínum, því
“den som i saa Fald enten Physice eller Moraliter hindres fra Eedens
Aflæggelse, agtes dog for fuldkommen som Eeden var aflagt, serdeeles
in hoc Passu da hun vedbliver sin Benægtelse i sit sidste Aande-dræt”.
Einnig færði hann Jóni til málsbóta hið langa varðhald, svo og æsku
og fávizku þeirra beggja. Fór hann fram á, að Jón mætti halda lífi, en
yrði í þess stað dæmdur í ævilanga þrælkunarvinnu í jámum.118 Varð
konungur við þeirri ósk, og hinn 1. desember 1758 var gefin út tilkynn-
ing til stiftamtmanns um, að dómi yfirréttar yfir Jóni skyldi breytt
þannig, að í stað þess að missa lífið, skyldi hann settur í ævilanga
þrælkunarvinnu í jámum “udi Citadellet Friderichshaun”.119 Þennan úr-
skurð tilkynnti Magnús amtmaður Wíum með bréfi, dagsettu 19. júní
1759 og fyrirskipaði honum að senda Jón til Kaupmannahafnar með
skipum þess árs “til Overbevering i Schlaveriet”.120
Með úrskurði konungs var loks bundinn endi á mál systkinanna, og
höfðu þau þá staðið yfir í nær því tuttugu ár samfellt, ef fyrra blóð-
skammarmál þeirra er einnig talið með, og mun það vera algert eins-
dæmi í íslenzkri réttarfarssögu. Hins vegar var Jón aldrei fluttur utan,
þar sem hann lézt, áður en til þess kæmi. Hefur hann sennilega andazt
fyrri hluta árs 1759, eða áður en Austfjarðaskip fóru af landinu. Gísli
Konráðsson segir, að Jón hafi tekið sótt “þrem vikum eptir þing” (senni-
lega alþingi 1758) og andazt.121 Má vel vera, að það sé rétt með farið,
en þá hefur líka náðunarbeiðni Rantzaus verið unnin algerlega fyrir gýg.
Um dánarorsök Jóns er annars engar aðrar upplýsingar að hafa, en ætla
má, að hann hafi verið orðinn saddur lífdaga, er hann lézt, enda búinn