Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 12
Múlaþing
Ættartengsl á Upphéraði - Skólavist
Þorsteinn fæddist í Brunahvammi í Vopnafirði 31. október 1918. Foreldrar hans vom hjónin
Guðfínna Þorsteinsdóttir (skáldkonan Erla) og Valdimar Jóhannesson. Þau bjuggu lengi bjuggu í
Teigi í Vopnafirði og þar ólst Þorsteinn upp.
Til að skýra tryggð Þorsteins við Hallormsstað og næstu bæi þarf að fara svolítið aftur í tímann.
Móðuramma hans var Rannveig Sigfúsdóttir frá Skjögrastöðum, bæ upp af Buðlungavöllum,
innsta bæ í Skógum, sem fór í eyði eftir bmna upp úr 1930. Og ömmusystir Þorsteins, Margrét
Sigfúsdóttir, átti heima á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal en þar bjó Kjerúlfsfólkið sem einnig var
frændfólk hans. Fólkið á Buðlungavöllum, sem síðar flutti í Hafursá, var líka mikið vinafólk
Þorsteins. Hann mun hafa kynnst Sigurbimi Péturssyni frá Buðlungavöllum í vegavinnu á Jökuldal
árið 1934. Kynnin við Buðlungavalla- og Hafursárfólkið átti hann eftir að endumýja á
menntaskólaámm sínum.
Þetta leiðir hugann að skólavist Þorsteins. Eftir nám í Fagradalssskóla fór hann í Menntaskólann
á Akureyri (MA). Þegar kom að 4. bekk ákvað Þorsteinn að fara fram á það við Sigurð
skólameistara að mega lesa bekkinn utanskóla. Mun hvort tveggja hafa komið til að efnahagurinn
var bágborinn og að tónlistin var farin að toga í piltinn. Björgvin Guðmundsson tónskáld mun hafa
boðið Þorsteini að æfa sig á píanó í Gúttó á daginn. Þetta góða tilboð fannst Þorsteini að hann yrði
að notfæra sér.
Jón Þórarinsson, sem síðar varð landsþekkt tónskáld, var samtíða Þorsteini fyrstu vetur hans í
MA og stjómaði um tíma skólakómum. Jóni er minnisstætt að hann tók á þessum tíma tvo nýliða
í kórinn sem báðir höfðu þannig raddblæ að þeim hæfði best að syngja altröddina. Þorsteinn var
annar þessara skólabræðra Jóns. Og seint á 5. áratugnum kenni Jón honum hljómfræði og lagagerð
í einkatímum í Tónlistarskólanum í Reykjavík en skólinn var þá til húsa í Þrúðvangi við Laufásveg.
Sigurður skólameistari mun hafa fallist með semingi á beiðni Þorsteins um að fá að lesa 4.
bekkinn utanskóla. Og þegar Þorsteinn kom til prófs mun meistari hafa tekið honum heldur
kuldalega, varla heilsað og spurt eitthvað á þessa leið: „Emð þér hér Þorsteinn?" Munu kennarar
og prófdómarar hafa fengið óbein skilaboð frá skólameistara í þá vem að hann myndi ekki harma
þótt utanskólapilturinn yrði felldur á prófínu. Allt um það, þá var það skólameistari sjálfur sem
prófaði Þorstein og spurði hann þrælþungra spuminga, en prófið stóðst Þorsteinn með prýði.
Ekki er að undra þótt Þorstein langaði ekki að halda áfram námi í MA eftir þessar viðtökur.
Hann ákvað því að lesa utanskóla undir stúdentspróf. Það gerði hann í návist vinafólks síns á
Buðlungavöllum. Hann tjaldaði við Klifá þar sem heitir Tófuklöpp og dvaldi þar sumarlangt
(líklega 1938) en var í fæði hjá Ingileif og Pétri.
Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939 gerði Þorsteinn dálítið hlé á
námi og grúskaði m.a. í jógafræðum sem hann hafði fengið áhuga á þegar upp úr fermingu. Hann
byijaði síðar nám í læknisfræði við Háskóla Islands en lagði það á hilluna og innritaðist í guðfræði.
Tók hann guðfræðina á aðeins tveim árum og lauk háskólaprófi 1946. Þorsteinn og Emil
Bjömsson lásu saman undir próf. Þegar fjórir daga vom til prófs átti Þorsteinn kirkjusöguna alveg
ólesna. Hann settist þá niður og rímaði helstu atriðin til að eiga auðveldara með að muna þau. Séra
Emil sagði Jóni Þórarinssyni þetta löngu síðar.
10