Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Síða 14
Múlaþing
Nýtt spett kemur til sögunnar
Þorsteinn að sýna Sigránu Jóhannesdóttur blóm í
glerinu sínu. Ljósm.
Við vorum fjórir sem skipuðum akk-
orðsflokkinn í Partinum þetta sumar, Þor-
steinn, Bragi Jónsson frá Freyshólum,
Loftur og ég. Hakinn var nú lagður til hliðar
þar sem land var gott og gripið til nýs
verkfæris. Það var kallað „spett“ á norska
vísu. Þetta voru fleygmyndaðar rekur með
fótstigi beggja vegna. Með spettinu var
hægt að ná mun meiri afköstum en með
haka því að handtökin voru færri. Fleygn-
um var fyrst stungið lóðrétt niður og plant-
an sett í holuna sem myndaðist. Síðan var
plöntunni haldið í réttri hæð í holunni
meðan fleygnum var stungið aftur niður,
hæfilega langt frá plöntunni, og sat þá
plantan vel föst ef rétt var að farið.
Því get ég svo nákvæmlega um
gerð spettsins og notkun þess að
nú gerist það sem maður myndi í
fljótu bragði halda að væri
fjarlægara skáldum en flestu öðru
fólki: Þorsteinn fer að efast um
ágæti spettsins, finnst það þungt
og ómeðfærilegt og tekur að brjóta
heilann um það hvernig megi
endurbæta þetta „alltof þunga“
verkfæri, eins og hann komst að
orði. í kaffitímum og á kvöldin
ásækir þessi hugsun hann og
smám saman tekur að fæðast á
blaði rissmynd að endurbættu
spetti. Og dag einn bregður Þor-
steinn sér til Seyðisfjarðar og
heimsækir Vélsmiðju Seyðisfjarð-
ar í því skyni að fá þar smíðað nýtt
og meðfærilegra spett. - Það var
vígreifur maður sem kom að tveim
stœkkunar- dögum liðnum frá Seyðisfirði með
; höfundur. nýtt spett. Fleygurinn var gerður úr
þynnri stálblöðum en á okkar
spetti, skaftið mun styttra og úr áli,
að mig minnir, sem gerði áhaldið mun
léttara. Með þetta nýja verkfæri í höndum
bauð Þorsteinn nú okkur samverka-
mönnunum birginn í akkorðinu. Afköst á
mann höfðu verið þetta 600 - 700 plöntur á
dag. Nú gilti það fyrir frumkvöðulinn að
sanna fyrir okkur að nýja verkfærið tæki
okkar fram.
Metin falla - Efasemdir um vinnugæði
Þótt ekki kæmi til annað en keppnisandinn
hjá okkur, sem héldum okkur við gömlu
spettin, þá féllu persónulegu metin eitt af
öðm: 750, 800, 850 plöntur á dag. Sigurður
Blöndal fullyrðir að Þorsteinn hafi haft
12