Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 23

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 23
Vilhjálmur Hjálmarsson Frábærir fulltingis- menn / g átti verk að vinna. Það tók mig með öðru sjö vetur að leysa það af höndum. Um aðstoð í eiginlegum skilningi var ekki að ræða. Annað mál var það að gengnir samferðamenn reyndust - þegar til kom - hafa búið svo í hendur mér að með ólíkindum mátti telja. Og nú ætla ég að biðja Múlaþing að geyma nöfn nokkurra slíkra fulltingismanna ásamt dagsetningum. Fyrst hlýt ég þó að gefa lítilsháttar skýr- ingu á framanrituðu. Störf mín hafa lengst af verið árstíðabundin: Á sumrum búskap- aramstur á Brekku (frá barnsaldri til „dags dató“). Um vetur til skiptis barnakennsla og þingmennska og ritstörf eftir að ég varð „löggilt gamalmenni“. Þegar þar var komið sögu var ég orðinn með elstu Mjófirðingum sem þá voru á dögum og hafði alltaf átt heima í Mjóafirði. Ég vissi nokkuð um litríka sögu byggðarlagsins síðustu hundrað árin eða svo og langaði til að skrásetja þá sögu. Sá ég ekki betur en nú væri lag, þó að því tilskildu að Elli kerling yrði ekki ágeng úr hófi. Þetta gekk eftir nema ég hlaut fyrst að ljúka nokkrum þeim viðfangsefnum sem fortíð mín, nær í tímanum, lagði mér á herðar. Mest að umfangi var þriggja binda ævisaga þingbróður og vinar, Eysteins Jónssonar ráðherra. Vel sjötugur tók ég að fást við byggðar- söguna og fór að rýna í heimildir. Þá kom margt skemmtilegt í ljós eins og nú skal greina. Almennar heimildir, kirkjubækur og „kirkjustólar", hreppstjórabækur og sveitar- stjórnar, gerðabækur ýmiskonar m.m., yfirleitt vel færðar og skipulega, reyndust næsta aðgengilegar - og samfelldar. Hvorki eldur né aðrir skaðvaldar höfðu til þeirra náð. Og mín eftirgrennslan teygði sig nánast hvergi aftur fyrir þessar heimildir. Nú er þess að geta að útgáfa byggðar- sögu Mjóafjarðar varð að standa undir kostnaði vegna fámennis byggðarlagsins. Skipti því miklu máli að gera hana þannig úr garði að hún yrði aðgengileg til skoðunar og lestrar. Það tókst að því marki að útgáfan gerði í blóðið sitt. - Það er hald mitt að þar hafi þeir fulltingismenn mínir og fyrrum samferðamenn átt drjúgan hlut að. Þeir voru vissulega margir en hér verða aðeins sex nafngreindir. Fyrst skal nefna til sögu Sigurð Helga- son, kennara, skáld og fræðimann. Sigurður var fæddur á Grund í Dalakálki 4. apríl 1905. Foreldrar hans voru Helgi Hávarðs- son bóndi og vitavörður og Ingibjörg Þorvarðardóttir húsfreyja. Sigurður nam við Alþýðuskólann á Eiðum og síðan Kennara- skólann þar sem hann lauk kennaraprófi 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.