Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 23
Vilhjálmur Hjálmarsson
Frábærir fulltingis-
menn
/
g átti verk að vinna. Það tók mig með
öðru sjö vetur að leysa það af
höndum. Um aðstoð í eiginlegum
skilningi var ekki að ræða. Annað mál var
það að gengnir samferðamenn reyndust -
þegar til kom - hafa búið svo í hendur mér
að með ólíkindum mátti telja. Og nú ætla ég
að biðja Múlaþing að geyma nöfn nokkurra
slíkra fulltingismanna ásamt dagsetningum.
Fyrst hlýt ég þó að gefa lítilsháttar skýr-
ingu á framanrituðu. Störf mín hafa lengst
af verið árstíðabundin: Á sumrum búskap-
aramstur á Brekku (frá barnsaldri til „dags
dató“). Um vetur til skiptis barnakennsla og
þingmennska og ritstörf eftir að ég varð
„löggilt gamalmenni“. Þegar þar var komið
sögu var ég orðinn með elstu Mjófirðingum
sem þá voru á dögum og hafði alltaf átt
heima í Mjóafirði. Ég vissi nokkuð um
litríka sögu byggðarlagsins síðustu hundrað
árin eða svo og langaði til að skrásetja þá
sögu. Sá ég ekki betur en nú væri lag, þó að
því tilskildu að Elli kerling yrði ekki ágeng
úr hófi. Þetta gekk eftir nema ég hlaut fyrst
að ljúka nokkrum þeim viðfangsefnum sem
fortíð mín, nær í tímanum, lagði mér á
herðar. Mest að umfangi var þriggja binda
ævisaga þingbróður og vinar, Eysteins
Jónssonar ráðherra.
Vel sjötugur tók ég að fást við byggðar-
söguna og fór að rýna í heimildir. Þá kom
margt skemmtilegt í ljós eins og nú skal
greina. Almennar heimildir, kirkjubækur og
„kirkjustólar", hreppstjórabækur og sveitar-
stjórnar, gerðabækur ýmiskonar m.m.,
yfirleitt vel færðar og skipulega, reyndust
næsta aðgengilegar - og samfelldar. Hvorki
eldur né aðrir skaðvaldar höfðu til þeirra
náð. Og mín eftirgrennslan teygði sig
nánast hvergi aftur fyrir þessar heimildir.
Nú er þess að geta að útgáfa byggðar-
sögu Mjóafjarðar varð að standa undir
kostnaði vegna fámennis byggðarlagsins.
Skipti því miklu máli að gera hana þannig
úr garði að hún yrði aðgengileg til skoðunar
og lestrar. Það tókst að því marki að útgáfan
gerði í blóðið sitt. - Það er hald mitt að þar
hafi þeir fulltingismenn mínir og fyrrum
samferðamenn átt drjúgan hlut að. Þeir voru
vissulega margir en hér verða aðeins sex
nafngreindir.
Fyrst skal nefna til sögu Sigurð Helga-
son, kennara, skáld og fræðimann. Sigurður
var fæddur á Grund í Dalakálki 4. apríl
1905. Foreldrar hans voru Helgi Hávarðs-
son bóndi og vitavörður og Ingibjörg
Þorvarðardóttir húsfreyja. Sigurður nam við
Alþýðuskólann á Eiðum og síðan Kennara-
skólann þar sem hann lauk kennaraprófi
21