Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 26

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 26
Múlaþing Benedikt Sveinsson, Borgareyri. Ljósm.: Minjasafn Austurlands. Sveinn bjó lengi í Skógum í Mjóafirði og seinna á Brekkuborg, hjáleigu sem hann byggði í landi Brekku. Benedikt nam við Latínuskólann í Reykjavík en lauk ekki prófi. Hann var póstafgreiðslumaður á Eskifirði um hríð, kvæntist Margréti Hjálmarsdóttur frá Brekku og byrjuðu þau búskap í Mjóafirði. Eftir nokkur erfið ár í þröngbýli, þar og á Seyðisfirði, fengu þau ábúð á hjáleigunni Brekkuborg. Þau byggðu - í tveimur áföngum - stórt og vandað timburhús og nefndist býlið nú Borgareyri. Bjuggu þau þar síðan allan sinn búskap við lands- og sjávargagn og eignuðust þrettán mann- vænleg börn. Benedikt á Borgareyri skráði allmargar þjóðsögur úr Mjóafirði. Birtust þær fyrst í Bjarka á Seyðisfirði og seinna í Þjóðsögum Þorsteins Erlingssonar. Sumar þeirra munu hvergi skráðar annars staðar og allar eru þær með sérstæðu yfirbragði vegna stíls- máta skrásetjarans. Benedikt var í reynd fréttaritari blaða í Mjóafirði. Hann sendi Isafold, Bjarka og Austra og fleiri blöðum marga fréttaklausuna sem betur var geymd en gleymd þegar að því kom að skrá sögu sveitarinnar frá þeim tíma. Og Benedikt ritaði einnig þó nokkrar blaðagreinar um ýmis efni. Benedikt Sveinsson andaðist á Borgareyri 4. september 1931. Jón Ingvar Jónsson kaupmaður fæddist 20. september 1892. Foreldrar hans voru Jón Guðjónsson formaður og útgerðar- maður á Melum og kona hans Agnes Jónsdóttir ljósmóðir. Jón Ingvar lærði skósmíði í Reykjavík. Hann kvæntist Jónu Vilhjálmsdóttur frá Brekku og bjuggu þau í Þinghól í Brekkuþorpi, studdust við lands- nytjar og sjávargagn. Jón vann að iðn sinni í fyrstu og byrjaði síðan verslunarrekstur og rak upp frá því dálitla verslun. Fyrst í Mjóafirði og síðan í Reykjavík eftir að þau hjónin fluttust þangað 1955. Jón Ingvar kom að byggðarsögu Mjóa- fjarðar með sérstökum hætti. Hann hafði, auk þess að halda til haga ýmiskonar fróðleik, frumkvæði um skráningu örnefna. Og örnefni eru óaðskiljanlegur hluti sögu hverrar sveitar á íslandi. Sérstakar kring- umstæður ollu því að þetta framtak Jóns Ingvars skipti sköpum eins og nú skal greina. A hverjum bæ fékk hann einhvern greinargóðan til að gera drög að örnefna- skrá jarðarinnar. Frumdrög þessi voru vitanlega misjöfn. En Jón Ingvar hófst handa það snemma (um 1950) að enn reyndist mögulegt að fá liðveislu stað- kunnugra til að fylla í eyður, þrátt fyrir mikið útstreymi fólks þau misseri. I annan stað vildi svo lánlega til að þrír fráfarandi bændur á samfelldu svæði sex bújarða, aldraðir menn þar bornir og barnfæddir, skiluðu svo ítarlegum örnefnaskrám að 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.