Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Síða 26
Múlaþing
Benedikt Sveinsson, Borgareyri.
Ljósm.: Minjasafn Austurlands.
Sveinn bjó lengi í Skógum í Mjóafirði og
seinna á Brekkuborg, hjáleigu sem hann
byggði í landi Brekku.
Benedikt nam við Latínuskólann í
Reykjavík en lauk ekki prófi. Hann var
póstafgreiðslumaður á Eskifirði um hríð,
kvæntist Margréti Hjálmarsdóttur frá
Brekku og byrjuðu þau búskap í Mjóafirði.
Eftir nokkur erfið ár í þröngbýli, þar og á
Seyðisfirði, fengu þau ábúð á hjáleigunni
Brekkuborg. Þau byggðu - í tveimur
áföngum - stórt og vandað timburhús og
nefndist býlið nú Borgareyri. Bjuggu þau
þar síðan allan sinn búskap við lands- og
sjávargagn og eignuðust þrettán mann-
vænleg börn.
Benedikt á Borgareyri skráði allmargar
þjóðsögur úr Mjóafirði. Birtust þær fyrst í
Bjarka á Seyðisfirði og seinna í Þjóðsögum
Þorsteins Erlingssonar. Sumar þeirra munu
hvergi skráðar annars staðar og allar eru
þær með sérstæðu yfirbragði vegna stíls-
máta skrásetjarans. Benedikt var í reynd
fréttaritari blaða í Mjóafirði. Hann sendi
Isafold, Bjarka og Austra og fleiri blöðum
marga fréttaklausuna sem betur var geymd
en gleymd þegar að því kom að skrá sögu
sveitarinnar frá þeim tíma. Og Benedikt
ritaði einnig þó nokkrar blaðagreinar um
ýmis efni.
Benedikt Sveinsson andaðist á
Borgareyri 4. september 1931.
Jón Ingvar Jónsson kaupmaður fæddist
20. september 1892. Foreldrar hans voru
Jón Guðjónsson formaður og útgerðar-
maður á Melum og kona hans Agnes
Jónsdóttir ljósmóðir. Jón Ingvar lærði
skósmíði í Reykjavík. Hann kvæntist Jónu
Vilhjálmsdóttur frá Brekku og bjuggu þau í
Þinghól í Brekkuþorpi, studdust við lands-
nytjar og sjávargagn. Jón vann að iðn sinni
í fyrstu og byrjaði síðan verslunarrekstur og
rak upp frá því dálitla verslun. Fyrst í
Mjóafirði og síðan í Reykjavík eftir að þau
hjónin fluttust þangað 1955.
Jón Ingvar kom að byggðarsögu Mjóa-
fjarðar með sérstökum hætti. Hann hafði,
auk þess að halda til haga ýmiskonar
fróðleik, frumkvæði um skráningu örnefna.
Og örnefni eru óaðskiljanlegur hluti sögu
hverrar sveitar á íslandi. Sérstakar kring-
umstæður ollu því að þetta framtak Jóns
Ingvars skipti sköpum eins og nú skal
greina. A hverjum bæ fékk hann einhvern
greinargóðan til að gera drög að örnefna-
skrá jarðarinnar. Frumdrög þessi voru
vitanlega misjöfn. En Jón Ingvar hófst
handa það snemma (um 1950) að enn
reyndist mögulegt að fá liðveislu stað-
kunnugra til að fylla í eyður, þrátt fyrir
mikið útstreymi fólks þau misseri. I annan
stað vildi svo lánlega til að þrír fráfarandi
bændur á samfelldu svæði sex bújarða,
aldraðir menn þar bornir og barnfæddir,
skiluðu svo ítarlegum örnefnaskrám að
24