Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 30

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 30
Múlaþing árið 1942, lentu þau bæði innan landa- merkja Droplaugarstaða. Þegar ég man fyrst eftir mér voru Parthúsin einstæð með hlöðu að baki og annað minna hús viðbyggt hlöðunni, er myndaði rétt horn við aðalhúsið (sneri út og fram) og var nefnt Parthúskofi. Inn í hann voru um 4 m löng göng. Faðir rninn breytti húsunum í upphafi búskaparferils síns á Droplaugarstöðum, og byggði annað hús við hliðina á Austurhúsinu, eða öllu heldur færði útvegg hússins svo að húsin urðu tvístæð með stoðum undir sundinu. Síðan reif hann kofann og sér hans nú lítil merki. Einnig stækkaði hann hlöðuna og setti á hana járnþak. Eins og fyrr segir er aldur Parthúsanna óþekktur. Þeirra gæti e.t.v. verið fyrst getið árið 1629, en það ár fór fram skoðun eða úttekt á öllum húsum á Arnheiðarstöðum, sennilega vegna ábúendaskipta. Þar segir m.a.: „Partbaðstoffan þar utur heffur leiged i topt I 9 aar og liggur so enn. Parthused þar frammaff þriggia faðma langt með /birke rabpte gómalum. Dyrastaffurinn forgeingenn/ hused með hurðartótre." (Lbs. 1649 4to, 213-215). Þetta er mjög athyglisvert til frekari skoðunar. Sé með orðunum „Partbaðstoff- an þar utur“ og „Parthused þar frammaff“ átt við Parthús þar sem þau eru núna, væri þetta elsta heimild, sem getur um þau, sem nú er kunn. Hitt er þó einnig mögulegt, að nefnd hús hafi verið heima á Arnheiðar- stöðum og þá sennilega tilheyrt Maríukirkju partinum. Það sem mælir á móti því, að Partbaðstofan hafi verið heima á Arnheiðar- stöðum, er einkum það, að fyrr í gern- ingnum er talað um bæði baðstofu vel uppi- standandi og skála. Er því varla að búast við frekara íbúðarhúsnæði þar, enda þótt Partbaðstofan sé talin hafa legið í tóft í 9 ár. Það sem mælir á hinn bóginn á móti því að nefnd hús hafi verið á Parthúsum er einkum tvennt: I fyrsta lagi geta engar aðrar heimildir þess, að nokkurn tíma hafi verið búið á Parthúsum. í annan stað eru land- fræðilegar aðstæður á núverandi Parthúsum slíkar, að næstum er útilokað að þar hafi verið möguleiki á að framfleyta búi. Hafa verður þó í huga, að ekki var ávallt búið á stórbýlum hér á landi í gegnum aldirnar. Því væri freistandi að álykta, að þarna sé átt við núverandi Parthús, baðstofu og fjárhús þar fram af, eins og segir í út- tektinni. Þar hafi verið búið a.m.k. um tíma en lagst af eins og segir í gerningnum. Sá möguleiki er þó einnig fyrir hendi, eins og áður segir, að umrædd hús hafi verið heima á Arnheiðarstöðum og senni- lega tilheyrt kirkjupartinum. Síðar er þau voru hrunin til grunna, hafi þau verið flutt yst í landareignina, þar sem þau eru núna. Þar hafi sennilega aldrei verið búið, heldur aðeins verið beitarhús frá Arnheiðarstöð- um. Þykir mér þessi skýring öllu senni- legri. Parthúsa er mér ekki kunnugt um að sé getið, svo óyggjandi sé, fyrr en á s.hl. 19. aldar. I Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar segir frá sögulegri persónu, að talið er, er nefndist Dalhúsa-Jón (síðar Parthúsa-Jón). A hann að hafa verið drepinn á hinn hroða- legasta hátt í nefndum beitarhúsum frá Arnheiðarstöðum, af draug er nefndist Flugandi. Segir að líkami Jóns þessa hafi allur verið sundur slitinn og lágu „partar af honum um allt hús“, er að var komið (SSigfÞjs.V, 391-395). Svo trúaður hefur Sigfús verið á sannleiksgildi þessarar draugasögu, að hann bætir við: „Húsin voru síðan kölluð Parthús", og þótti þar lengi reimt síðan (V., 393-395). Hann bætir því við, að Dalhúsa-Jón hafi verið uppi og þessir atburðir gerst á dögum Jóns Þorláks- sonar (Skúlasonar biskups), er var sýslu- 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.