Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Qupperneq 30
Múlaþing
árið 1942, lentu þau bæði innan landa-
merkja Droplaugarstaða.
Þegar ég man fyrst eftir mér voru
Parthúsin einstæð með hlöðu að baki og
annað minna hús viðbyggt hlöðunni, er
myndaði rétt horn við aðalhúsið (sneri út og
fram) og var nefnt Parthúskofi. Inn í hann
voru um 4 m löng göng. Faðir rninn breytti
húsunum í upphafi búskaparferils síns á
Droplaugarstöðum, og byggði annað hús
við hliðina á Austurhúsinu, eða öllu heldur
færði útvegg hússins svo að húsin urðu
tvístæð með stoðum undir sundinu. Síðan
reif hann kofann og sér hans nú lítil merki.
Einnig stækkaði hann hlöðuna og setti á
hana járnþak.
Eins og fyrr segir er aldur Parthúsanna
óþekktur. Þeirra gæti e.t.v. verið fyrst getið
árið 1629, en það ár fór fram skoðun eða
úttekt á öllum húsum á Arnheiðarstöðum,
sennilega vegna ábúendaskipta. Þar segir
m.a.: „Partbaðstoffan þar utur heffur leiged
i topt I 9 aar og liggur so enn. Parthused þar
frammaff þriggia faðma langt með /birke
rabpte gómalum. Dyrastaffurinn
forgeingenn/ hused með hurðartótre." (Lbs.
1649 4to, 213-215).
Þetta er mjög athyglisvert til frekari
skoðunar. Sé með orðunum „Partbaðstoff-
an þar utur“ og „Parthused þar frammaff“
átt við Parthús þar sem þau eru núna, væri
þetta elsta heimild, sem getur um þau, sem
nú er kunn. Hitt er þó einnig mögulegt, að
nefnd hús hafi verið heima á Arnheiðar-
stöðum og þá sennilega tilheyrt Maríukirkju
partinum. Það sem mælir á móti því, að
Partbaðstofan hafi verið heima á Arnheiðar-
stöðum, er einkum það, að fyrr í gern-
ingnum er talað um bæði baðstofu vel uppi-
standandi og skála. Er því varla að búast
við frekara íbúðarhúsnæði þar, enda þótt
Partbaðstofan sé talin hafa legið í tóft í 9 ár.
Það sem mælir á hinn bóginn á móti því að
nefnd hús hafi verið á Parthúsum er einkum
tvennt: I fyrsta lagi geta engar aðrar
heimildir þess, að nokkurn tíma hafi verið
búið á Parthúsum. í annan stað eru land-
fræðilegar aðstæður á núverandi Parthúsum
slíkar, að næstum er útilokað að þar hafi
verið möguleiki á að framfleyta búi. Hafa
verður þó í huga, að ekki var ávallt búið á
stórbýlum hér á landi í gegnum aldirnar.
Því væri freistandi að álykta, að þarna sé
átt við núverandi Parthús, baðstofu og
fjárhús þar fram af, eins og segir í út-
tektinni. Þar hafi verið búið a.m.k. um tíma
en lagst af eins og segir í gerningnum.
Sá möguleiki er þó einnig fyrir hendi,
eins og áður segir, að umrædd hús hafi
verið heima á Arnheiðarstöðum og senni-
lega tilheyrt kirkjupartinum. Síðar er þau
voru hrunin til grunna, hafi þau verið flutt
yst í landareignina, þar sem þau eru núna.
Þar hafi sennilega aldrei verið búið, heldur
aðeins verið beitarhús frá Arnheiðarstöð-
um. Þykir mér þessi skýring öllu senni-
legri.
Parthúsa er mér ekki kunnugt um að sé
getið, svo óyggjandi sé, fyrr en á s.hl. 19.
aldar. I Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar
segir frá sögulegri persónu, að talið er, er
nefndist Dalhúsa-Jón (síðar Parthúsa-Jón).
A hann að hafa verið drepinn á hinn hroða-
legasta hátt í nefndum beitarhúsum frá
Arnheiðarstöðum, af draug er nefndist
Flugandi. Segir að líkami Jóns þessa hafi
allur verið sundur slitinn og lágu „partar af
honum um allt hús“, er að var komið
(SSigfÞjs.V, 391-395). Svo trúaður hefur
Sigfús verið á sannleiksgildi þessarar
draugasögu, að hann bætir við: „Húsin voru
síðan kölluð Parthús", og þótti þar lengi
reimt síðan (V., 393-395). Hann bætir því
við, að Dalhúsa-Jón hafi verið uppi og
þessir atburðir gerst á dögum Jóns Þorláks-
sonar (Skúlasonar biskups), er var sýslu-
28