Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 41

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 41
Napóleon á Hákonarstiiðuni í leit að svörum lagði ég net mín í heimildavötn 19. aldar í handritadeild Landsbókasafns íslands - Háskólabóka- safns. Þar sem nafnið var vitað og myndin ársett upp á latínu kom brátt á daginn að hún var íslensk og margt benti til Austurlands. í vitund margra er Jökuldalsheiðin, sem er um 500 metra yfir sjávarmáli, staðurinn þar sem Bjartur í Sumarhúsum bjó á bæ sínum í skáldsögu Halldórs Laxness, „Sjálfstæðu fólki“. Ekki er örgrannt um að ódrepandi seigla og skáldeðli aðalsögu- persónunnar setji enn sterkan svip á margt sveitafólkið sem enn byggir þessar slóðir. Auðvitað eiga þessar eigindir rætur að rekja miklu lengra aftur í tímann en til Bjarts aldamótanna og hafa ræktast og erfst öld eftir öld og orðið að almennum eðlisein- kennum bænda sem háðu harða lífsbaráttu í einhverjum afskekktustu jökuldölum lands- ins. Fjarlægðin og einangrunin frá öðrum byggðum skóp ekki aðeins sérstæða ein- staklinga, heldur setti líka erfðamark sitt á bústofninn. Jökuldalsheiðin var fræg fyrir sauðféð sem hún ól á kjarngresi úr loðnum högum og þótti bera af öðru fé, en fjárkyn og sauðfjárafurðir Jökuldælinga var hvort tveggja mjög í hávegum haft og eftirsótt um allt land. Þar lifði líka íslenski hundurinn lengst hreinræktaður, eða fram um miðja 20. öld, og reyndist húsbændum sínum á Jökuldal trúr og tryggur í dagsins önn. Svo virðist sem seiglan og sjálfstæðið og traustið á eigin mátt og megin í bland við listnæmi og skáldhneigð hafi átt drýgstan þátt í því að bændum á Jökuldal tókst að þrauka af andlega og líkamlega. Eins og rannsókn leiddi í ljós var höf- undur vatnslitamyndarinnar Pétur Péturs- son H. (1793-1853), stórbóndi á Hákonar- stöðum (sem H-ið táknar) á Jökuldal. Hann var hraustmenni að burðum og bar sig Minnismerki eftir Étienne-Maurice Falconet um Pétur mikla, frá 1766-82, í Sankti Pétursborg. höfðinglega og í sinni sveit var honum álitið margt til lista lagt og hann talinn hneigður fyrir stórræði sem sum hver virðast hafa verið á mörkum raunveru- leikans. Arið 1833 var hann ásamt félaga sínum (Jóni Ingimundarsyni í Klausturseli) ráðinn til þess af Páli sýslumanni Melsted að leita uppi reiðgöturnar sem legið höfðu forðum milli Austur- og Suðurlands áður en tími og að líkindum röð eldgosa (sem urðu milli 1680 og 1730 í norðanverðum Vatna- jökli) grófu þær í gleymsku. Leið þessi, sem lá um Ódáðahraun, var þá nefnd Klofa- jökulsvegur, en er nú þekktari undir heitinu Vatnajökulsvegur. Eftir könnunarleiðangur sinn, sem varð til þess að Jökuldælaflæða fannst einnig í Ódáðahrauni, varð Pétur 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.