Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Síða 43
Napóleon á Hákonarstöðum
Titilblaðið og aftasta síðan úr eftirriti Péturs Jökuls yngrifrá 1846 af „galdrabók“ frá Skinnastöðum, sem
seinna varð þekkt undir nafninu Hákonarstaðabók.
á hestinum, sem klæddur er að fomfrönskum
hætti, eins og lýst er í fjögurra lína erindi undir
myndinni, eigi sér fyrirmynd í ristu af því tagi
sem oft gat að líta í prentuðum söguritum (í
þessu tilviki sennilega af dönskum uppruna)
frá eldri tíma. Nokkur bending er það um að
höggmynd fremur en málverk hafi í upphafi
verið notuð sem fyrirmynd Napóleons á
hestbaki að á teikningu Péturs nemur tagl
hestsins við jörð - en í höggmyndalist var
þriðju stoðinni oft skotið þannig undir
bronsstyttu af prjónandi hesti til þess að halda
uppi þungum, uppreistum framhlutanum.
Slíkt má sjá á djarflegu minnismerki eftir
Etienne-Maurice Falconet um Pétur mikla í
Sankti Pétursborg frá 1766-82, en einmitt er
talið að það haft verið kveikjan að málverki
Davids af Napóleon í Sankti Bemard (eða -
Yfír Alpana) frá því 1800, sem hafði síðan
áhrif á myndir af mönnum á hestbaki, ekki síst
þá sem Pétur gerði.
Tignarklæði „keisarans“ eru í rauninni
frá fyrri hluta 18. aldar og hárkolla
Napóleons senr mjög illa á við styður lrka
að teikningin eigi rætur að rekja til annarrar
myndar, það er tímaskekkja sem hetjunni
hæfir og listamaðurinn skýrir hugvits-
samlega í vísunni neðst á myndinni. Fremur
en að vera aðeins gerð til minningar um
Napóleon virðist myndin af herskipum
undir frönskum fána í höfninni og keisar-
anum, yfirþyrmandi í tign sinni, sitjandi á
prjónandi hesti, þó síður eiga að tákna sigur
unninn með vopnum en táknræna vernd og
nærveru keisarans sem ríkir yfir Kaup-
mannahöfn, þótt farinn sé af þessum heimi.
Hvað má enn sjá í þessu upphafna lista-
verki sem gert var á fyrri helmingi 19. aldar
á einhverjum afskekktasta stað á íslandi?
Frönsku fánalitirnir, blátt, hvítt og rautt,
gegna meginhlutverki í mynd Péturs. Þeir eru
á brjósti þjóðhetjunnar á miðri mynd, þeir
skreyta útréttan handlegg hennar og em
41