Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 50
Múlaþing
á eftir, og þá líklega orðinn margra ára
gamall, því að hann er þá í viðgerð.
Þorvaldur Thoroddsen ferðaðist um
Norðausturöræfin árið 1894. Hann ritar:
„Um kvöldið œtluðum við að göngu-
mannakofanum hjá lauginni, en þegar við
komum að Laugafelli, var komin hellirigning
og þreifandi myrkur afþoku. Við urðum því
að tjalda þar á grasflesju milli tveggja gilja,
og létum við þarfyrir berast um nóttina. “2
Daginn eftir fóru þeir svo að Laugakofa,
en lýsa honum ekki.
Laugakofi hefur jafnan verið notaður af
ferðafólki, sem var á leið til Snæfells, eða
bara til að fá sér náttúrlegt bað, því að slíkt
var mjög fágætt á Austurlandi.
Fyrir einhverjum áratugum fóru nokkrar
stúlkur úr Fellum í skemmtiferð að vetrarlagi
með snjóbíl Bergs Ólafssonar inn að
Snæfelli. Þá var kveðið:
Friðþjófs Nansens ferðaþrá,
finnst hér enn hjá svönnum.
Laugakofa líst ei á,
lúnum Fellamönnum.
Til eru myndir af Laugarkofa frá 1935 og
um 1950. Á myndinni frá 19353 virðist
kofinn ekki vera beysinn, en hreindýrshom
ns upp af norðurstafni hans. Um 1950 er enn
torfþak á kofanum (etv. með jámi undir) og
raðað hellum ofan á þakbrúnina. Dyr em
austan á langvegg, sem opnast inn, og lítill
gluggi efst á suðurstafni (Múlaþing 25, bls.
78-79).
Sumarið 1957 í ágúst gisti ég í kofanum
ásamt bræðmm mínum, en við vorum þá á
leið að Snæfelli. Höfðum við engan
viðlegubúnað og áttum því heldur kalda vist
á röku moldargólfi kofans, þó mig minni að
þar hafi verið eitthvað af gömlu heyi, enda
varð gistingin í styttra lagi, vegna ónæðis er
við urðum fyrir (sjá síðar).
Þessi gamli kofi er nú fallinn fyrir
nokkrum áratugum og orðinn að gróinni
rúst, sem stendur á hólkolli rétt fyrir utan og
ofan laugina. Suðvestan við kofatóttina
stendur hesthús úr bárujárni, og lítil
hestagirðing við húsið. Um 1960 var nýr
kofi byggður niður við Laugará, þar sem
hægara er að fá gott neysluvatn. Hann er
einnig járnklæddur, og svipaður hesthúsinu
að lögun.
Um 1980 fluttu Orkustofnun og Lands-
virkjun tvo skúra á staðinn, sem byggðir
vom saman uppi á hæð skammt fyrir norðan
gamla kofastæðið, og var það kallað
Laugarbúðir. Þar er ágætis gistiaðstaða í
kojum, eldhús og borðkrókur. Árið 1991
keypti hreppurinn af Landsvirkjun, skála
með kojum, sem áður var á Grenisöldu, og
var hann settur við hliðina á bámjáms-
kofanum niðri við ána. Nýlega hafa þeir sem
annast hestaferðir inn á Vesturöræfi keypt
báða skálana, og nota þá til gistingar fyrir
ferðamenn á sínum vegum. Gangnamenn
hafa þar einnig aðstöðu, en hvomgur þeirra
er opinn almenningi á summm.
Við Laugakofa væri tilvalinn staður fyrir
ferðamiðstöð á Snæfellsöræfum, eins og
lagt er til í nýlega birtu skipulagi fyrir
Miðhálendið. Þar er bæði heitt vatn til
hitunar og baða og vel gróið land umhverfis,
sem hvomgt er til staðar við Snæfellskála,
og þangað liggur fólksbílafær vegur.
Stutt er að ganga frá Laugakofa að
fallegum fossum í Laugaránni (Slæðufossi
og Stuðlafossi), og lítið lengra að stærstu
fossunum í Jökulsánni, Faxa, sem er við
ármót Laugarár og Jökulsár, og Kirkjufossi,
sem er um 3 km ofar í Jökulsá (sjá
Snæfellsblað Glettings 1998).
Eftir að gamli Laugakofinn féll og nýjar
byggingar risu á staðnum hefur ömefnið
Laugakofi smám saman þokað fyrir
Laugarfelli, sem nú virðist vera aðalheitið á
48