Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 52

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 52
Múlaþing samanburð af björtu og dimmu stundun- um“, og upplifði mikla eyðileikatilfinn- ingu, sem hann lýsir með skáldlegum orðum, eins og fleiru í þessari ferð. (I bókinni er glæsileg teikning eftir Burton af útsýni til Vatnajökuls frá Snæfelli). Onæðissöm nótt í Laugakofa 1957 Eins og fyrr getur gistum við bræður frá Droplaugarstöðum í Fljótsdal í Laugakofa í Snæfellsferð okkar síðla sumars 1957. Við komum að kofanum undir kvöld, þreyttir eftir göngu utan frá Kleif í Norðurdal, og hugðumst dvelja þar yfir nóttina. Eftirfarandi frásögn af þeirri gistingu hef ég ritað í bréfi dags. 17. ágúst sama ár. „Við sváfum í gömlum leitarmanna- kofa... og það er reymt í kofanum. Hefur draugur sá til siðs að henda tómum brennivínsflöskum ofan á sofandi fólk um nœtur og raska svo ró þess. Við þóttumst hafa vaðið fyrir neðan okkur, þar sem við tókum allar flöskur úr kofanum, og grófum í einni holu, áður en vér gengum að sofa. En draugsi dó ekki ráðalaus: Heidurðu að kvikindið hafi ekki breytt sér í „stingflugu", eitthvað í líkingu við stóra vespu. Er ekki að orðlengja það, að við höfðum engan svefnfrið um nóttina fyrir fluguafmán þessari. Lögðum við því upp kl. tœpt þrjú um nóttina, gengum norðan á Snæfell, og vorum komnir á tindinn um hádegi. Veður var ágœtt og sást af fjallinu yfir fiálft landið. Síðan gengum við austur af fjallinu og til baka út í Kleif sama dag“. Líklega höfum við unglingarnir hér ruglað saman Laugakofa og Hálskofa, því að samkvæmt ýmsum heimildum er sá síðarnefndi miklu frægari fyrir reimleika, eins og bráðum verður getið. Kannske var vespuhreiður í kofanum, en þá var ekki orðið kunnugt um landnám þeirra hérlendis. Tótt við Hafursárfoss Á innra gilbarmi Hafursár, við Haf- ursárfoss, norðaustan undir Snæfelli, aðeins um 20-30 m frá fossbrúninni, og rétt við bílaslóðina, er lítil ferköntuð tótt, um 2 x 2,5 m að innanmáli, hlaðin úr hellugrjóti sem er nóg af þarna, og sér ekki móta fyrir dyrum. Er líklegt að þetta hafi verið lítill kofi, ef til vill dyralaus, með helluþaki sem gengið var inn um, með því að lyfta einni hellunni. Auðvelt hefur verið að rata á staðinn, og hann er um miðja vega milli Laugakofa og Háls- kofa. Engar heimildir eru um gangnakofa á þessum slóðum, en Sverrir í Klúku heldur að þetta sé rúst af gömlum eftirleitakofa, sem e.t.v. sé eldri en Hálskofinn. Skarp- héðinn Þórisson hefur bent á, að í urðinni við fossinn sé vel þekkt tóugreni, og geti þetta verið skotbyrgi í tengslum við það, en til þess virðist tóttin þó heldur stór, auk þess voru skotbyrgi vanalega opin í einn enda, en þau eru þekkt þarna á öræfunum, m.a. austur á Hraunum. 7. Hálskofi Hálskofi stendur á leiti, neðan við lítinn hraunkoll í brekkurótum austan undir Snœfellshálsi yst en svo nefnist ásinn sem gengur SA úr Snæfelli, milli Þjófadals og Eyjabakka. Er kofinn kenndur við þennan háls. Undirlendið milli Jökulsár og Snæfells er þarna einna mjóst. Nefnist það Kofaflói utan við kofann, en Þjófagilsflói innan hans. Stutt fyrir utan kofann er Dimmagil, grafið í móberg, djúpt en víða örmjótt, svo jafnvel má stíga yfir það, og neðan þess myndarleg aurkeila á sléttunni. Kofinn var 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.