Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 56
Múlaþing
Slys í Hálskofa
Sumarið 1966 (?) varð það slys í
Hálskofa, að 7-8 ær, með álíka mörgum
lömbum, alls 16 kindur, lokuðust inni í
kofanum og sultu til bana. Var þetta ekki
uppgötvað fyrr en gangnamenn undir
Fellum komu þar eftir miðjan september
um haustið. Þeir fundu ýldulyktina langt að
og þegar þeir komu að kofanum var það
ófögur sjón sem blasti við þeim þar inni.
Gólfið var þakið kasúldnunr og möðkuðum
kindahræjum og fýlan svo stæk að varla var
komandi inn.
Þeir höfðu snör handtök og drógu
kindahræin niður í Jökulsá, sem er alllöng
leið. Að því loknu rifu þeir hrís og lyng,
sem vex eitthvað smávegis í brekkunni við
kofann, og brenndu það inni í honum.
Lagaðist þá andrúmsloftið til mikilla muna,
og létu sumir sig hafa það að sofa í
kofanum, en aðrir gistu í tjöldum sem
einhverjir voru svo forsjálir að taka með
sér.
Gangnamenn fundu helst þá skýringu á
atburði þessum, að í fárviðri sem kom seint
í júlí þetta sumar, hefði féð leitað skjóls við
kofann, og troðist að hurðinni sem var
lauskrækt, þannig að hún gat opnast og
kindurnar smogið inn, en síðan hafi hún
lokast aftur vegna troðnings inni í kofanum.
Þetta hefði ekki gerst ef kofadyrnar hefðu
opnast út eins og á Eyjabakkakofa.
Sagt er að þegar Egilsstaðabræður
(Eglar) voru að taka sig til í gönguna, hafi
Egill verið spurður hvers vegna hann tæki
með sér tjald, sem var heldur óvanalegt.
Hann kvað sig gruna, að þörf myndi vera
fyrir það, sem og reyndist. Töldu menn víst
að hann hefði fengið hugboð um atburðinn
af framsýni sinni. 9
Reimleikar í Hálskofa
Ut á við er Hálskofi frægur fyrir reim-
leika, enda þótt fáir Fljótsdælingar kannist
við það. Hafa víst flestir gangnamenn sofið
þar vært bæði fyrr og síðar, án þess að verða
varir við nokkurt ónæði. Líklega fylgja
reimleikarnir gamla kofanum, sem nú er
hætt að nota til gistingar.
Þannig farast Steindóri Steindórssyni
grasafræðingi orð í bókinni Landið þitt,
1968:
„Undir Snœfellshálsi var leitarmanna-
kofi, sem illa var ræmdur sakir reimleika.
Varð mönnum sjaldan svefnsamt í honum
og kom jafnvel fyrir að menn vöknuðu við
að verið var að draga þá út úr kofanum. Og
draumfarir höfðu menn þar jafnan illar.
Hefur bókarhöfundur fengið að kenna á
því.“ io
I útvarpsviðtali sem Friðrik Páll Jónsson
átti við Steindór, og birt er í bók Friðriks
„Út og suður. - 20 ferðaþættir“ Rv. 1983,
segir hann frá þeim atburði á þessa leið:
Við lögðum okkurfyrir, snerum fótum út
að dyrum, sem við höfðum opnar yfir nótt-
ina, því að það var loftlítið í kofanum, og
höfðum höfuðin við gafl. Mér gekk illa að
sofna og allt í einu þykist ég sjá mann koma
inn, en um leið og ég hugðist fara að skoða
hann betur, ja þá var hann horfinn. Hvort
þetta var draumur eða vaka skal ég ekki um
segja, en það sem á eftir kom benti mér
frekar á að þetta hafi verið vaka, svo og
sagnir sem ég síðar heyrði. Um morguninn
fóru þrír burtu, en af okkur kofabúum
vorum við aðeins tveir eftir, Finnur málari
og ég. Við héldum okkur í kofanum. Það
var bæði minni hætta þar á leka, því að
undir annarri hliðinni var lekalaust, það
ringdi dálítið eða lak dálítið um hina
hliðina, sem áveðra var. Það gerðist nú
ekkert til tíðinda, fyrr en um nóttina, þá
vaknaði ég við œgileg hljóð, sem komu úr
hálsi málarans og vakti ég hann í skyndi.
Sagði hann sínar draumfarir ekki sléttar
54