Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 56

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 56
Múlaþing Slys í Hálskofa Sumarið 1966 (?) varð það slys í Hálskofa, að 7-8 ær, með álíka mörgum lömbum, alls 16 kindur, lokuðust inni í kofanum og sultu til bana. Var þetta ekki uppgötvað fyrr en gangnamenn undir Fellum komu þar eftir miðjan september um haustið. Þeir fundu ýldulyktina langt að og þegar þeir komu að kofanum var það ófögur sjón sem blasti við þeim þar inni. Gólfið var þakið kasúldnunr og möðkuðum kindahræjum og fýlan svo stæk að varla var komandi inn. Þeir höfðu snör handtök og drógu kindahræin niður í Jökulsá, sem er alllöng leið. Að því loknu rifu þeir hrís og lyng, sem vex eitthvað smávegis í brekkunni við kofann, og brenndu það inni í honum. Lagaðist þá andrúmsloftið til mikilla muna, og létu sumir sig hafa það að sofa í kofanum, en aðrir gistu í tjöldum sem einhverjir voru svo forsjálir að taka með sér. Gangnamenn fundu helst þá skýringu á atburði þessum, að í fárviðri sem kom seint í júlí þetta sumar, hefði féð leitað skjóls við kofann, og troðist að hurðinni sem var lauskrækt, þannig að hún gat opnast og kindurnar smogið inn, en síðan hafi hún lokast aftur vegna troðnings inni í kofanum. Þetta hefði ekki gerst ef kofadyrnar hefðu opnast út eins og á Eyjabakkakofa. Sagt er að þegar Egilsstaðabræður (Eglar) voru að taka sig til í gönguna, hafi Egill verið spurður hvers vegna hann tæki með sér tjald, sem var heldur óvanalegt. Hann kvað sig gruna, að þörf myndi vera fyrir það, sem og reyndist. Töldu menn víst að hann hefði fengið hugboð um atburðinn af framsýni sinni. 9 Reimleikar í Hálskofa Ut á við er Hálskofi frægur fyrir reim- leika, enda þótt fáir Fljótsdælingar kannist við það. Hafa víst flestir gangnamenn sofið þar vært bæði fyrr og síðar, án þess að verða varir við nokkurt ónæði. Líklega fylgja reimleikarnir gamla kofanum, sem nú er hætt að nota til gistingar. Þannig farast Steindóri Steindórssyni grasafræðingi orð í bókinni Landið þitt, 1968: „Undir Snœfellshálsi var leitarmanna- kofi, sem illa var ræmdur sakir reimleika. Varð mönnum sjaldan svefnsamt í honum og kom jafnvel fyrir að menn vöknuðu við að verið var að draga þá út úr kofanum. Og draumfarir höfðu menn þar jafnan illar. Hefur bókarhöfundur fengið að kenna á því.“ io I útvarpsviðtali sem Friðrik Páll Jónsson átti við Steindór, og birt er í bók Friðriks „Út og suður. - 20 ferðaþættir“ Rv. 1983, segir hann frá þeim atburði á þessa leið: Við lögðum okkurfyrir, snerum fótum út að dyrum, sem við höfðum opnar yfir nótt- ina, því að það var loftlítið í kofanum, og höfðum höfuðin við gafl. Mér gekk illa að sofna og allt í einu þykist ég sjá mann koma inn, en um leið og ég hugðist fara að skoða hann betur, ja þá var hann horfinn. Hvort þetta var draumur eða vaka skal ég ekki um segja, en það sem á eftir kom benti mér frekar á að þetta hafi verið vaka, svo og sagnir sem ég síðar heyrði. Um morguninn fóru þrír burtu, en af okkur kofabúum vorum við aðeins tveir eftir, Finnur málari og ég. Við héldum okkur í kofanum. Það var bæði minni hætta þar á leka, því að undir annarri hliðinni var lekalaust, það ringdi dálítið eða lak dálítið um hina hliðina, sem áveðra var. Það gerðist nú ekkert til tíðinda, fyrr en um nóttina, þá vaknaði ég við œgileg hljóð, sem komu úr hálsi málarans og vakti ég hann í skyndi. Sagði hann sínar draumfarir ekki sléttar 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.