Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 57

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 57
Gangnakofar meður því að það hafi sótt að honum draugur og hefði sá verið með tilfæringar til að skera hann á háls og hljóðaði hann þá upp og ég vakti hann, því að ég vildi ekki hlýða á meiri ósköp, því að hljóðin voru mikil. Síðar heyrði maður margar sögur af draugagangi þarna og hvort hann er til enn, það veit ég ekki“ Halldór Pétursson fræðimaður frá Geira- stöðum hefur skráð sögu af því þegar Elías Jónsson á Aðalbóli hætti við gistingu í Hálskofa, vegna reimleika. Það var haust eitt, eftir veturnætur, að Elías vantaði nokkrar kindur, er hann þóttist vita að héldu sig inni á öræfum. Fór hann því snemma morguns frá Aðalbóli að leita þeirra, og gerði ráð fyrir að verða 2-3 daga í ferðinni. Eins og jafnan hafði hann með sér byssu sína og hundinn Glóa. Veður var gott um daginn en spilltist um kvöldið og kom norðaustan hríð. Var Elías þá kominn austur undir Fell og hugði nú gott til að gista í Hálskofa. Hélt hann þar eiga að vera bæði eldsneyti og ljósfæri, en fann þó hvorugt þegar til kom. Var kofinn bæði fúll og kaldur, og heyið í honum rakt og myglað. Samt bjóst nú Elías þama um eftir föngum, enda ekki um aðra kosti að velja, borðaði af nesti sínu og reykti fáeinar pípur. Sofnuðu svo báðir, hann og hundurinn. „Segir nú ekki af svefni Elíasar né draumum. En er skammt var liðið, vaknar hann við það, að honum finnst hann vera dreginn úr dyngjunni, fram eftir kofagólfinu, og er með fœtur frammi við dyr, er hann vaknar. En yfir honum stendur Glói urrandi og vill komast út. “ Elías var dálítið myrkfælinn að eðlis- fari, og eftir þetta hélst hann ekki við í kofanum, en fór út og ætlaði þegar að snúa heim á leið, en þess var þá enginn kostur í myrkri og hríð. Er sagt að hann færi ofan í Jökulsárgil og hefðist þar við þar til dagaði. Þangað er um 2 tíma gangur frá kofanum, svo líklega hefur hann leitað skjóls í öðru gili sem var nær, t.d. í Dimmagili. Þeir Hrafnkell og Sigurður, synir Elíasar, hafa það eftir honum, að þetta hefði verið ein allra versta öræfaferð hans, og í eina skiptið sem hann hélst ekki við í gangnakofa næturlangt. „Hann kom óvænt heim að þessu sinni, og hafði enginn búist við honum í öðru eins veðri.“ ii IV. Vesturöræfi Vesturörœfi kallast víðáttumikið af- réttarland vestan Snæfells og fellahrings þess. Vesturmörkin eru um Jökulsá á Dal, frá Kárahnjúkaskarði inn til Brúarjökuls. Að utan (norðan) eru mörkin yfir þveran Hrafnkelsdal, um Tungusporð, þar sem dalurinn skiptist, og austur að Hölkná í Hölknárkrók, síðan upp með henni inn að Snæfellshnjúkum. Allt þetta land er á vatnasviði Jökulsár á Dal, og tilheyrir því Jökuldal land- fræðilega, en hreppamörk hafa verið ótiltekin á þessu svæði. Valþjófsstaða- kirkja eignaðist Vesturöræfi og Hrafn- kelsdal snemma í sögu byggðar á íslandi, eins og reyndar afréttina undir Fellum, og síðan hafa þessi öræfi aðallega verið nýtt af Fljótsdalsbændum og bæjunum tveim- ur í Hrafnkelsdal. Fram yfir miðja 19. öld hafði kirkjan veg og vanda af þessari afrétt og leigði bændum þar upprekstur. Munu þeir sömu þá hafa orðið að sjá um fjallskil. I fjallskilareglum Fljótsdals- hrepps frá 1864 eru Vesturöræfi ekki talin með afréttum hreppsins, og 1881 er hreppsnefndin kærð af nokkrum bænd- um, fyrir að hafa greitt kostnað við refa- eyðingu á Vesturöræfum, á þeim forsend- 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.