Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 59

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 59
Gangnakofar kindur myndu vera innan við sauða- kofann þar.“ Þeir gistu fyrstu nóttina í „sauðakofanum“, en um morguninn skiptu þeir liði og átti Eiríkur að ganga lengst inn á öræfin. Þennan dag gekk í norðaustan byl, en allir komust þeir í kofann, nema Eiríkur. Hann kom ekki fram eftir þetta og fannst ekki þótt leitað væri. Um áratug síðar gekk Sigurður Einarsson frá Hrafnkelsstöðum fram á beinagrind af manni, alklædda, sem hallaðist upp að steini á Svartöldu, fyrir ofan Egilsstaði í Fljótsdal. Þóttust menn kenna þar bein Eiríks.2) í fréttaklausu í Austra, 3.-4. tbl. 1864 er þessa atburðar getið, og sagt að Eiríkur hafi gengið fyrir innan Jökulkvísl. Hafi menn séð skíðaslóð hans að kvíslinni en ekki frá, og ályktað að hann hefði farist þar. Er því líklegast að þeir félagar hafi gist í Fitjakofa, sem hefur verið nálægt kvíslinni, og líklega ætlaður til eftirleita einkum. Er ekki að marka þótt kofinn sé nefndur „sauðakofi“ í frásögn Einars Long, því hann mun ekki hafa þekkt annað kofanafn á þessum slóðum. 9. Sauðárkofi (Sauðakofi) Sauðárkofi er á norðurbakka Sauðár (eystri), þar sem hún fellur til suðvesturs niður í Hálsinn, sem liggur meðfram Jökulsá á Brú, beint vestur af Sauða- hnjúkum. Kofaalda heitir norðaustan við kofann, og vestan við hana Kofaflói, og Kofalækur er norðan við ölduna og flóann. Sauðárkofi er nú eini gangna- kofinn á Vesturöræfum. Elsta heimild, mér kunn, um Sauðár- kofa, er í sóknarlýsingu Þorvaldar Ás- geirssonar í Hofteigi 1874, en þar stend- ur: „Við Sauðá er sæluhús þeirra, sem smala Vesturöræfi.“ Næst er kofans getið í frásögn af dulrænu atviki, sem þar gerðist árið 1884, og er þar nokkur lýsing á kofanum. Þessi saga verður rakin síðar (Fyrirburðir í Sauðárkofa). Árið 1901 reisti sá mikli fræðimaður og ferðagarpur, Daniel Bruun um Fljóts- dal og Efra-Jökuldal, og öræfin þar fyrir innan. Hann kom þá m.a. í Sauðárkofa og gisti þar. Er lýsing hans svo hljóðandi: „ Við náðum sæluhúsinu að kvöldi. Bjartviðrið fagra vék fyrir hvössum hryðjum af jöklinum, sem lömdu okkur í andlitið, og urðum við því fegnir að fá húsaskjól í hinu nýbyggða sæluhúsi, þar sem allt var hreint og þrifalegt, enda hafði það aldrei áður verið notað. Um nóttina gerði snjófjúk, með nokk- urra stiga frosti, en við byrgðum dyrnar með hnökkum og heypokum, svo ekki trekkti inn; ég fór í gæruskinnsúlpu mína, og þakinn teppum var mér hlýtt í torf- kofanum uppi undir jöklum, langt frá mannabyggðum. Anton og Elías höfðu breitt á annan enda kofagólfsins hey, sem hirt hafði verið þá um sumarið, þegar kofinn var byggður; til þess að smala- menn mættu fá húsaskjól um nætur í haustgöngum. Ofan á heyið breiddu þeir tjaldið, sem ekki þurfti að nota þessa nótt, og þarna áttu þeir mjúka og góða hvílu eftir erfiðan dag. Anton hafði stungið fótunum í poka, Btú er heimild um nafiiið Veturörœfahraun. í örnefnalýsingu Vesturörœfa er nafnið Litlahraun á milli Sauðár og Jökulkvíslar og Nýjahraun fyrir innan Jökulkvísl. I einhverri heimild er nafnið Fitjahraun sem gœti verið það sama og nú er nefnt Litlahraun. Yfir Litlahraun sem og Nýjahraun flœmist Brúarjökull í stœrstu framhlaupum. ^^Steinninn sem bein Eiríks fundust undir heitir síðan Eiríkssteinn en hvar hann er ber mönnum ekki saman um, sumir segja á Brœðraöldu, aðrir á Laugarási eða Svartöldu (Páll Pálsson). 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.