Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Síða 62
Múlaþing
kofinn var endurbyggður kringum 1950,
og hefur þá eða síðar verið stækkaður
með viðbyggingu, sem myndar vínkil við
aðalhúsið. Þessi viðbygging er með
timburstöfnum, og eru dyr á suðurhlið
hennar, sameiginlegar fyrir bæði húsin.
Torfþakið járnþak er á báðum húsum,
sem standa enn (sjá mynd).
A árunum 1960-70 var lítill timbur-
skáli, asbestklæddur, byggður við vestur-
hlið þessa kofa, og var þá gamli kofinn
gerður að hesthúsi. Árið 1981 var loks
byggður nýr og veglegur skáli, með
kojum, klæddur með brúnum krossviði,
rétt suðvestan við þessa kofaþyrpingu.
Síðan hafa báðir eldri kofarnir verið
notaðir fyrir hesta í göngum. Þar er
einnig girðingarhólf fyrir hesta.20 (Sjá
mynd í Göngum og réttum, 2. útg., 5.
bindi, bls. 507).
Aðalsteinn Aðalsteinsson ritar:
„ Gott er að víkja að Sauðárkofa. Þar
er nýlega byggður gangnakofi, sem eins
og stendur ígestabókinni „er of góður til
að kallast kofi. “ Þarna er ágætt svefn-
pláss fyrir 12 menn í tvíbreiðum neðri
rúmum, en einbreiðum þeim efri, og með
góðum dýnum. Lýsing er frá tveimur
Ijósum í lofti. Eru þau tengd við rafgeymi
bílsins. Agæt upphitun er með olíukyntum
ofni, sem notaður er til kaffihitunar og
mætti einnig hafa til eldunar, en hér hafa
menn með sér skrínukost og aðeins hitað
vatn í kaffi og te. Hér er einnig gott að
koma með hesta. Venja er að sleppa þeim
fyrst í lítið girðingarhólf sem er rétt
vestan við kofann, en síðan eru þeir
hýstir. Hægt er að hýsa allt að 30 hesta í
þrjú hús, sem eru að mestu gömlu
gangnamannakofarnir, sem áður skýldu
mönnum, en þá máttu hestarnir vera utan
dyra. Hundar hafa skýli undir nýja hús-
inu, sem er reist á stöplum svo frostið
lyfti því ekki. “ 21
Árið 1991 var gaseldavél, með þremur
eldstæðum sett í skálann, á vegum
hestaferða, sem nota hann til gistingar
fyrir leiðangra sína á sumrum.
Fyrirburðir í Sauðárkofa
Haustið 1884 gerðist einkennilegur
fyrirburður í Sauðárkofa. Hefur Halldór
Stefánsson fræðimaður skráð sögu af
honum, og styðst við sögn Einars Eiríks-
sonar frá Eiríksstöðum á Dal.22 Þar er
einnig nokkur lýsing á kofanum.
„Sumarið 1884 barst Fljótsdœlingum
sú fregn frá Hrafnkelsdælingum, að
öðrum fjallleitarkofa þeirra á Vestur-
öræfum, Sauðakofa svonefndum, lœgi við
falli, mæniásinn vœri lamaður og viðbúið
að þekjan félli niður í tóttina. “
Hreppsnefndin fékk þá Ólaf Vigfús-
son Frydendal, bónda í Klúku, til að laga
kofaþekjuna, og sér til aðstoðar fékk
hann Guðmund Snorrason Snæfellsfara,
er þá var til heimilis á Aðalbóli. Ákváðu
þeir að hittast að kvöldi 2. sept. við
kofann. Var Guðmundur kominn þar á
tilsettum tíma og beið nú eftir Ólafi.
„Kofinn var svo byggður, að mæniás
lá á stöfnum og reft af hliðveggjum á
hann, stoðir voru engar. Dyr kofans voru
á öðrum hliðvegg, fast við kofastafninn
annan. “
Líður nú kvöldið svo ekki bólar á
Ólafi. Leggst Guðmundur niður og
sofnar. Eftir nokkra stund vaknar hann
við það, „að honum fannst vera tekið í
fætur sér, og honum kippt áleiðis til
dyranna“, og raunar hafði hann færst
nokkuð frá höfðalaginu. Fannst Guð-
mundi þetta einkennilegt, en sofnar þó
von bráðar aftur. I annað sinn vaknar
hann við það sama, og er nú kominn
60