Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 80
Múlaþing
dálítinn sandtanga. Og þarna nánast í miðjum árflaumnum, um það bil tvö til þrjú
hundruð metra uppi í ósnum, lá skipsflakið og sneri lestum móti beljandi ánni. Skipið
stóð nokkurnveginn rétt á kilinum en hallaði þó dálítið frá okkur til norðurs. Steinþór var
þarna kominn og hafði þegar kannað aðstæður. Með honum í för var Vignir Brynjólfsson
og komu þeir á stórum hertrukk sem Vignir átti og höfðu með sér litla áraskekktu.
Trukkurinn var með spil á framstuðaranum og hugmyndin var að strengja vír af spilinu
út í frammastrið á skipinu, sem stóð uppi að mestu, og draga flöskurnar eftir vírnum út
í skipið og síðan jámið sömu leið til baka.
Fyrsta mál var því að fara út í skipið með tóg og draga út vírinn og festa hann í skipið.
Steinþór hafði einhverja reynslu af að fara með bát í árstraumi og hafði þegar farið eina
ferð út í skipið. Hann var því sjálfkjörinn stýrimaður en við Pétur bara farþegar. Svo
stóð á að lágsjávað var og því bullandi útfall til viðbótar við þungan og stríðan
árstrauminn. Við drösluðum því bátskelinni fyrst góðan spöl upp með fljótinu til að eiga
fyrir rekinu og svo var lagt í hann með Steinþór undir árum. Jafnskjótt og komið var út
í strenginn rauk báturinn á fljúgandi ferð og stefndi beint upp í gapandi ginið á skips-
skrokknum, sem var sundurtættur og undinn og snúinn eftir heljarafl sprengingarinnar.
Eg man enn hvernig eg horfði með skelfingu á þetta skrímsli koma þjótandi á móti okkur,
alveg sannfærður um að mín biði hér hroðalegasti dauðdagi.
En Steinþór glotti bara stórkarlalega og hafði greinilega gaman af. Og viti menn.
Þegar báturinn átti nokkra metra ófarna að skipinu snarstoppaði hann vegna frákastsins
og Steinþór mátti róa af öllum mætti til að ná flakinu. Allt gekk síðan eftir áætlun. Við
drógum vírinn út og festum hann í mastrið. Festum einnig upp blökk í skipið og settum
lausa blökk á vírinn með dráttartaug í land og yfir föstu blökkina í skipinu. Til þess að
draga lausu blökkina að og frá skipinu höfðum við komið Guddunni fyrir við hlið
trukksins og notuðum hana fyrir spil. Við tékkuðum hana upp á búkka, tókum dekkið áf
öðru afturhýólinu og notuðum felguna fyrir spilkopp. Með því að hafa bflinn ýmist í
áfram- eða afturábak gír gátum við dregið lausu blökkina bæði út í skip og að landi og
þetta gekk eins og í sögu.
Við drógum gastækin og önnur verkfæri út í skip og byrjuðum að skera. Skipið lá það
djúpt í vatni og sandi að gólf millilestarinnar var rétt ofan vatns. Við gátum því komist að
skilrúmunum í lestinni og dekki og einhverjum yfirbyggingum ofan dekks.
Frekar var þetta seinunnið. Járnið var þakið ryði og málningarleifum og það var vont
að skera það. Það tók okkur nálægt viku að nota upp þær gasbyrgðir sem við höfðum og
veðrið var leiðinlegt þegar á leið, rigning og vindur og brimgarðurinn náði inn að skipinu.
En við vorum líka komnir með töluverða hrúgu af járnadrasli.
Síðasta morguninn var svo hvasst og mikið öldurót við skipið að ekki var viðlit að
komast út að því á bátskriflinu. Við drógum okkur því út í stroffu á dráttarblökkinni og
drifurn í að hala í land það sem eftir var af lausu jámi og síðan verkfærin. Þegar við vorum
að draga í land síðasta gashylkið fór eitthvað úrskeiðis og hylkið losnaði úr dráttar-
blökkinni og hvarf í öldurótið. Það var ekki laust við að við horfðum með hálfgerðum
hrolli á eftir því í hafið, röðin var sem sé komin að okkur að fara í land. Um annað var
ekki að ræða og við Pétur drifum okkur í þetta og skildum Steinþór einan eftir.
78