Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 92

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 92
Múlaþing Þessi bjallafrá Asi er í Þjóðminjasafninu. Ljósm.: Þjóðminjasafn Islands, Ijósmyndari Ivar Brynjólfsson. Kertapípur Árið 1397 átti kirkjan kertastiku, 1576 eina koparpípu og 1637 tvær úr ótilgreind- um málmi. Þórður Þorláksson kann hins vegar að segja frá því 1677 að kirkjan eigi fjóra kertastjaka, tvo gamla ósamstæða úr kopar og tvo nýja úr sama efni sem presturinn, Einar Jónsson, hafi lagt kirkj- unni til. Á koparstjaka er ekki minnst fram- ar í vísitasíubókum Áskirkju ef frá er talið 1890 þar sem sagt er að kirkjan eigi ljósa- pípu úr þessu efni. Síðan ekki söguna meir. Þeir Jón Vídalín og Jón Árnason nefna báðir fjórar kertapípur en segja þær úr messingi. Hér virðist aftur vera einhver ruglingur varðandi málminn. Árið 1730 á kirkjan fjórar kertapípur, allar úr messingi og greinilega þær sömu og fyrr; tvær sagðar „vænar“ og aðrar tvær gamlar. Árið 1753 kemur fram við vísit- asíu að gömlu mess- ingskertapípurnar eru horfnar. Sr. Grímur Bessason segist hafa sent þær í viðgerð til Kaupmannahafnar en næst þegar vísiterað er (1757) eru þær komnar í leitirnar, óviðgerðar. Fimm árum seinna eru að- eins þrjár kertapípur í kirkjunni. Önnur gamla pípan er horfin en hin biluð. Sr. Grímur er þá fluttur í Eiða og upp kemst að hann er með þá píp- una sem vantaði. Lofast hann til að skila henni og 1767 eru þær allar fjórar í kirkjunni, ein brákuð og önnur viðgerð á stéttinni. I vísitasíu frá 1772 kemur fram að eldri pípurnar eru ekki jafnstórar sem bendir til að þetta séu sömu stjakarnir og Þórður biskup lýsti 1677. Árið 1777 segir að nýrri pípurnar séu viðgerðar, önnur með sprunginn barm, hin forskrúfuð og viðgerð. Tvær aðrar til, önnur forskrúfuð með gati, hin viðgerð. Næst þegar heimildir finnast, 1832, standa tvær kertapípur á altari og tvær pípur með örmum á kórstöfum, þar af önnur brotin en 1834 eru bara tvær eftir, sagðar gamlar og lélegar og nauðsynlegt að kaupa nýjar. Þær nýju eru komnar í kirkjuna 1870; tveir altariskertastjakar af nýsilfri með rósum á stéttinni. Þessar pípur standa þar enn. Predikunarstóll Þórður Þorláksson segir að í kirkjunni sé nýr predikunarstóll 1677 en síðan líður og bíður til 1730 að næst er vikið að þessari 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.