Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 92
Múlaþing
Þessi bjallafrá Asi er í Þjóðminjasafninu.
Ljósm.: Þjóðminjasafn Islands, Ijósmyndari Ivar
Brynjólfsson.
Kertapípur
Árið 1397 átti kirkjan kertastiku, 1576
eina koparpípu og 1637 tvær úr ótilgreind-
um málmi. Þórður Þorláksson kann hins
vegar að segja frá því 1677 að kirkjan eigi
fjóra kertastjaka, tvo gamla ósamstæða úr
kopar og tvo nýja úr sama efni sem
presturinn, Einar Jónsson, hafi lagt kirkj-
unni til. Á koparstjaka er ekki minnst fram-
ar í vísitasíubókum Áskirkju ef frá er talið
1890 þar sem sagt er að kirkjan eigi ljósa-
pípu úr þessu efni. Síðan ekki söguna meir.
Þeir Jón Vídalín og Jón Árnason nefna
báðir fjórar kertapípur en segja þær úr
messingi. Hér virðist aftur vera einhver
ruglingur varðandi málminn. Árið 1730 á
kirkjan fjórar kertapípur, allar úr messingi
og greinilega þær sömu og fyrr; tvær sagðar
„vænar“ og aðrar tvær gamlar. Árið 1753
kemur fram við vísit-
asíu að gömlu mess-
ingskertapípurnar eru
horfnar. Sr. Grímur
Bessason segist hafa
sent þær í viðgerð til
Kaupmannahafnar en
næst þegar vísiterað
er (1757) eru þær
komnar í leitirnar,
óviðgerðar. Fimm
árum seinna eru að-
eins þrjár kertapípur í
kirkjunni. Önnur
gamla pípan er horfin
en hin biluð. Sr.
Grímur er þá fluttur í
Eiða og upp kemst að
hann er með þá píp-
una sem vantaði.
Lofast hann til að skila henni og 1767 eru
þær allar fjórar í kirkjunni, ein brákuð og
önnur viðgerð á stéttinni. I vísitasíu frá
1772 kemur fram að eldri pípurnar eru ekki
jafnstórar sem bendir til að þetta séu sömu
stjakarnir og Þórður biskup lýsti 1677.
Árið 1777 segir að nýrri pípurnar séu
viðgerðar, önnur með sprunginn barm, hin
forskrúfuð og viðgerð. Tvær aðrar til,
önnur forskrúfuð með gati, hin viðgerð.
Næst þegar heimildir finnast, 1832, standa
tvær kertapípur á altari og tvær pípur með
örmum á kórstöfum, þar af önnur brotin en
1834 eru bara tvær eftir, sagðar gamlar og
lélegar og nauðsynlegt að kaupa nýjar. Þær
nýju eru komnar í kirkjuna 1870; tveir
altariskertastjakar af nýsilfri með rósum á
stéttinni. Þessar pípur standa þar enn.
Predikunarstóll
Þórður Þorláksson segir að í kirkjunni sé
nýr predikunarstóll 1677 en síðan líður og
bíður til 1730 að næst er vikið að þessari
90