Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 103

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 103
Þórarinsstaðir í Seyðisfirði jafnframt eina staka danska myntin sem til er varðveitt hérlendis. Aðrar myntir eru arabískar, norskar eða enskar.17 Myntin fannst í brunalagi því er þekur stóran hluta af norðanverðum grafreitnum á Þórarinsstöðum. Líklegt má telja að bmnalag þetta sé leifar af bmnnu stafverki eldri kirkj- unnar á staðnum. Kirkjan stóð upphatlega á brekkubmn sem var fyllt upp í við endur- byggingu hennar. Fyllingin var lögð yfir stafverkið sem féll við brunann undan brekk- unni. Engin eldsummerki vom greinanleg á myntinni. Reikna má því með að hún hafi haí'nað í bmnalaginu eftir að bmninn átti sér stað, t.d. við endurgerð kirkjunnar. Sé þessi tilgáta rétt má telja nokkuð líklegt að kirkjan á Þórarinsstöðum haft verið endur- byggð skömmu eftir 1045. Eldri kirkjan hefur samkvæmt þessu verið byggð á fyrrihluta 11. aldar. Altarissteinn Einn þeirra merku gripa sem fundust við uppgröftinn á Þórarinsstöðum er altarissteinn. Altarissteinninn fannst í stoðarholu sem tilheyrir kór yngri kirkjunnar. Hann er mótaður úr steintegundinni porfyr, grænn á lit en með ljósum dflum. Hliðar hans em slípaðar en kantar hrjúfir. Verið getur að brotnað hati af báðum endum hans. Lítið hefur verið fjallað um altarissteina á Islandi, þrátt fyrir að nokkuð margir slfldr steinar séu til varðveittir hér í söfnum. Nokkrir þeirra hafa fundist við fornleifa- rannsóknir en flestir eru lausafundir. Altarissteinar voru hafðir á altari kirkna, gjaman greyptir í þau eða felldir í sérstaka tréramma sem þar lágu. Ekki var leyfilegt að messa í kirkjum án altarissteina og urðu þeir jafnframt að vera vígðir af biskupi eða abbadís í umboði páfa. Altarissteinar em venjulega úr porfyr, marmara eða graníti.18 Engin þessara steintegunda tilheyrir íslenskri náttúru og þurfti því að flytja þessa steina til landsins. Steinkrossar Samtals fundust þrír heilir krossar og brot úr tveimur við uppgröftinn á Þórarinsstöðum. Steinkrossar þessir em trúlega elstu tilhöggnu krossamir sem til em varðveittir heilir hér á landi. Krossamir eru allir höggnir í móberg, líkir að gerð en mismunandi að stærð. Þeir em jafnarma, nokkuð óreglulegir í lögun eins og títt virðist hafa verið með krossa sem em tímasettir til mótunarára kristinnar trúar í Norður-Evrópu. Sá fyrsti, sem.fannst sumarið 1998, er 45 cm hár. Annar þeirra tveggja sem fannst sumarið 1999 er 53 cm en hinn er 36 cm hár. Móberg tilheyrir íslenskri náttúm og er m.a. að finna efst í toppum hinna háu tjalla sem umlykja Seyðisfjörð. Víða í Skandinavíu hafa fundist stein- krossar frá íyrstu ámm kristni við fomleifa- rannsóknir. f Noregi em um 60 steinkrossar til varðveittir. Flestir krossanna hafa fundist við kristna grafreiti. Þessir grafreitir eiga það sameiginlegt að hafa í fyrstunni verið notaðir í heiðnum sið og þeim síðar breytt í kirkjugarða. Margir fræðimenn telja skýringuna á þessu liggja í því að þegar heiðnir menn tóku kristna trú reyndu þeir að kristna látna forfeður sína með því að koma fyrir kristnum táknum á gröfum þeirra.19 Steinkrossamir þrír frá Þórarinsstöðum virðast ekki hafa tengst ákveðnum gröfum. Því má gera má ráð fyrir að krossunum hafi verið 17Munnleg heimild frá Antoni Holt, myntsérfræðingi hjá Seðlabanka íslands. 18Kulturhistorisk leksikon 1956:114-115. 19Birkeli 1973. Skre 1998:9. 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.