Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 116
Múlaþing
Ketilsstaða og Kolstaða“(74). Valtýr góði
var „dæmdur til að deyðast þar á Völlum,
upp á hvaða hátt mundi Sigríður ekki, en
það var síðla um haust“(75). Eftir dóms-
morðið skall hinn harði vetur á og fór svo
að „einungis ein grákollótt ær lifði af á öllu
Fljótsdalshéraði fjalls og fjöru á milli
(Sigríður sagði, að hún hefði heyrt mörgum
bera saman um þennan felli)“ (75). Síðan er
frá því sagt að presturinn í Vallanesi lét
grafa upp lík Valtýs, höggva af því höndina
og hengja yfir kirkjudyr í Vallanesi. Valtýr
illi kemur svo í leitirnar og fær makleg
málagjöld „og stendur dys hans sömuleiðis
á Völlum“(75). Sagan er um ýms atriði
nokkuð ónákvæm og ein er hún um að
nefna dysjar. Verður reyndar að teljast
heldur ólíklegt að sendimaðurinn (Símon)
hafi verið dysjaður utangarðs. Torfhildur
segir að Sigríður „vissi hvar dysir þessara
tveggja manna, sem sagan getur um, standa
enn í dag“ (74). Ekkert mun nú kunnugt um
þessar dysjar (nema þá beinin við Gálga-
klett).
Um tímasetningu atburðanna segir
Torthildur: „Sigríður taldi líklegt, að þetta
hafi gerzt eftir að landið var komið undir
konung og alls kyns lagaleysi ríkti, þegar
umboðsmenn eða sýslumenn réðu nálega
öllu í héruðum sínum og gátu undir
yfirskini laga gefið málunum þau úrslit, er
þeim sýndist“(74).
V-5
Síðast skal hér minnst á þá gerð
sögunnar sem skráð er af Runólfi
Runólfssyni (1806-1884) bónda í Holtum á
Mýrum, í Austur-Skaftafellssýslu. Sagan
nefnist í handriti Svonefndir refsidómar eða
saga af valtýsvetri og er prentuð í
Sagnakveri Magnúsar Bjarnasonar
(1950:186-187)7
Þessi gerð má heita verulega frábrugðin
þeim sem nefndar hafa verið. Hér er það
póstur, Valtýr að nafni, sem mætti á ferð
sinni manni sem klæddur var grænni treyju
og kvaðst heita Valtýr. Myrti Valtýr þessi
póstinn nafna sinn og rændi tösku hans með
miklu fé. Litlu síðar mætir hann manni og
hefur við hann treyjuskipti. Sá rakst svo á
póstinn í andarslitrum og „getur ekki fengið
orð af honum, nema honum virðist hann
nefna Valtýr á grænni treyjunni“(186). Nú
komu aðrir menn, fundu líkið af póstinum,
sjá til ferða mannsins í grænu treyjunni og
taka hann fastan. Verður hann samskonar
píslarvottur og Valtýr í fyrri sögunum og
eftir aftöku hans upphefjast gífurleg
harðindi sem áttu að hafa varað í þrjú ár
(Valtýsvetur er ekki nefndur nema í
fyrirsögn). Töldu menn þessi harðindi stafa
af því að saklaus maður hefði verið af lífi
tekinn.
Var því það ráð tekið, að grafa hann upp, taka
höfuðskel hans og hengja upp yfir kirkjudyr og
vita hvort ekkert teikn gæfist. Loksins sást, að þrír
blóðdropar duttu úr höfuðskelinni á einn mann, er
í kirkjuna fór, var tekið til greina og hann krafinn
til skýrslu. Þetta var þá Valtýr sá, er myrti póstinn
og seldi manninum grænu treyjuna (187).
Þannig lýkur sögunni og víst má greina hér
sömu aðalatriði og áður en þessi saga er
hvorki bundin stað né tíma. Þetta er líka
eina afbrigði sögunnar þar sem píslar-
votturinn er ekki nafngreindur en Valtýs-
vetur (sú nafngift hér aukaatriði) virðist þá
kenndur við morðingjann eða hinn myrta
(póstinn).
^ Síðar var sagan prentuð í hinu nýja safni Jóns Árnasonar 1956 (4:82) og nefnist þar Valtýsvetur.