Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 118

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 118
Múlaþing [Þá] dró upp í hafinu skýflóka grálitan, líkan mannshönd (V-2). Sjá menn þá hvar bakka dregur upp í hafi og færist hann skjótt upp á loft (V-3). [Þá] dró upp svart ský í norðri eins og mannshönd í laginu [og] dreifði sér um allan himininn (V-4). [Sagan segir] að ský hafi dregið upp á vesturloft, líkt melju eða reiðingstorfu í lagi, sem dreifðist yfir mikinn part loftsins (V:5) Þessi eftirminnilegi skýflóki hefur fylgt sögunni frá öndverðu og gera skrásetjarar sér mismikinn mat úr honum. Ahrifamest er lýsingin í V-l, tekin hér eftir Sigfúsi Sigfússyni (1982). Þrjár af lýsingunum nefna mannshönd en í V-5 er önnur líking notuð. María Anna Þorsteinsdóttir kemst svo að orði (1980:55) að ,,[h]vor sem lrk- ingin er, er um líka lögun skýs að ræða þ.e. skúraský (Cumulonimbus)“ - og vísar til Markúsar A. Einarssonar veðurfræðings. Gunnar Hersveinn telur (1992a) að einföld skýring á skýflókanum sé öskugos. „Tilvilj- un getur hafa ráðið því,“ segir hann, „að öskugosið varð á sama tíma og Valtýr var tekinn af lífi. Hugsanlega lifði sögnin um Valtý vegna þess að alþýðan tengdi saman svarta skýflákann, veturinn harða og aftök- una.“ Þá má ekki gleyma treyjunni frægu. Orðin „Valtýr á (eða í) grænni treyju“ eru í öllum gerðum sögunnar, fylgja henni einsog skýflókinn. Sigfús Sigfússon segir það munnmæli að græn treyja „væri einkennisbúningur þeirra manna er í þá daga áttu 4 tigi hundraða í fasteign eða meira“ (1982:99). Gunnar Hersveinn telur þetta einfalda og skemmtilega vísbendingu „og er skynsamlegt að gera ráð fyrir því að velmegandi menn hafi viljað greina sig frá alþýðunni með sérstökum fatnaði og jafnvel litum“ (1992a). Sigfús hefur reyndar skráð aðra frásögn þar sem „grænn kjóll" kemur við sögu. Fjallar sú saga um morð sem framið var við Eiðavatn árið 1729. Valtýssagan er sem sé ekki eina dæmið um slíkan atburð af Héraði. Sá er þó munurinn að þessi saga styðst við traustar heimildir úr dómabókum. I eldri útgáfu Sigúsar heitir sagan fullu nafni „Morðið í Eiðaskógi („Jón á grænum kjól“)“(1922:81 -85). Atburðir urðu þeir að Jón Ingimundarson varð Sigfúsi Eiríksssyni að bana í afbrýðiskasti. Þeir voru báðir úr Eiðaþinghá og kepptu um hylli Steinunnar fögru á Tjarnarlandi. Um Jón segir í sögunni að hann „var nokkurn tíma erlendis og var lærður iðnaðarmaður. Þegar hann kom úr siglingunni, segja menn hann bærist mjög mikið á og gengi á grænum kjól, því það væri útlendur siður þeirra, er líkan lærdóm höfðu“ (81).8 Skáldskapur - Þjóðsaga? Víkjum þá aftur stuttlega að V-l. Eins og áður segir verður sú saga rakin til Halldórs Jakobssonar. Engin önnur gerð nefnir dómarann með nafni og eru þó sumar skráðar um svipað leyti og Halldór stakk niður penna eða síðar. Hér verður litið svo á að hann sé „höfundur“ þessarar gerðar að því leyti að hann hefur tekið sér fyrir hendur að fá þessari gömlu sögn tiltekinn tíma og skákar fram sýslumanninum Jóni Arnórssyni á Egilsstöðum sem annari aðalpersónu sögunnar. Hann nefnir einnig Pétur Þorsteinsson sýslumann á Ketils- stöðum og vitnar til Guttorms Pálssonar * I yngri útgáfunni nefnist sagan „Þarna er sá seki“ (1982:92-97). Þar er ekki sagt jafn greinilega frá græna kjólnum. 116
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.