Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 121
Valtýr á grænni treyju
hugaðir, að
geta urðað
hans hræ“
(sama rit:
185). Slíkur
maður hlaut að
ganga aftur
enda segir nú
frá reimleik-
um eftir Valtý
sem ekki er
getið um í öðr-
um gerðum
sögunnar.
Bein þessa ill-
mennis blés
líka upp jafn-
harðan og þau
voru urðuð.
„Ég hef,“ segir
Halldór, „séð
höfuðbein, leggi alla og rif og stórbein
hans, og hef ég aldrei séð eins feikilega stór
mannsbein. Lærleggir hans tóku mér í mitt
læri 18 vetra, uppvisnir og hvítir“ (sama
rit: 185-186). Það eru meðal annars þessi
mannsbein sem gefa sögunni sannleiksblæ.
Og víst er að þama við Gálgaás var eitthvað af
mannabeinum til skamms tíma. Sigfús
Sigfússon hafði kynni af þeim. Hann segist
„oft til þessa tíma [hafa] skoðað og urðað bein
Valtýs og hafa þau jafnan verið stráð hér og þar
hið næsta sinni er ég kom þar að; hefí ég kennt
það óvarkámi þeirra manna er hafa skoðað
þau“ (1982:104). Er auðséð að fólki hefur þótt
forvitnilegt að sjá bein morðingjans. Hefur það
orðið eftir að saga Halldórs varð kunn (í
Austra 1884). í eldri útgáfunni af safni
Sigfúsar getur hann beinanna með þessum
hætti (1922:90): „Eg skoðaði oft bein þeirra
12 Sögu beinanna hefur Gunnar Hersveinn rakið (1992a). Þau eru nú í þjóðminjasafni og eru af tveimur mönnum. Jón Steffensen
læknir rannsakaði beinin og við önnur þeirra, merkt X-65, skrifaði hann: „„Þetta munu bein Valtýs seka,“ sem er íhugunarverð
ályktun“.
Valtýshellir í Hjálpleysudal.
Ljósm.: Gunnar Hersveinn.
tveggja, er þar hafa verið urðaðir, Jóns skarða
og Valtýs." Telur hann að beinin sjáist flest enn
„nema kjálkarnir, sem nú eru í Borgarfirði“.12
Er ekki að undra þótt óhreint hafi þótt á slíkum
stað.
Þess ber að geta að þingstaður mun hafa
verið á Egilsstöðum frá fornu fari en
heimildir um aftökustað á Gálgaás eru
óljósar fyrr en þá að Halldór Jakobsson
kemur til skjalanna. Sigfús Sigfússon hefur
reyndar skráð sögu af Jóni skarða sem hann
nefnir hér á undan (1988:159-160). Jón sá
varð sekur um sifjaspell, lá úti um hríð en
varð höndlaður og litlu síðar hengdur á
„svonefndum Gálgaás ofar frá og austur frá
Egilsstöðum þar sem síðan er kallaður
Gálgi eða Gálgaklettur. Síðan var hann þar
119