Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 130

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 130
Múlaþing um samtímaheimild austfirska þar sem vikið er að þessum harðindum. í bréfabók Gísla biskups Oddssonar hefur varðveist vitnisburður bænda í Alftafirði „um tjón Hofskirkju peninga sem tilféll þá séra Jón Magnússon hélt staðinn á því ári Anno 1601“. Þessi vitnisburður er bréfaður að Hofi tveimur dögum eftir allra heilagra messu árið 1602. Þar segir m.a. svo: Þá sé það öllum mönnum kunnugt að þegar datum skrifaðist 1601. sunnudaginn næstan fyrir jól um veturinn, lögðust þær hörkur fyrst að þó jarðir væru fyrir útigangspening allt til þrettánda dags jóla, en frá því linnti aldrei hörkum hvorjar að harðastar gengu fram yfir hvítasunnu vorið Anno 1602, en sumarið þar eftir var með frosti og kuldum so að menn fengu þá nær aungva heybjörg það sumar so þær jarðir sem vanar voru fram að færa 20 naut fékkst ekki fóður fyrir 4. En veðuráttufarinu linnti um veturnætur, bæði hér í sveit og annarstaðar. A þessum áður- skrifuðum vetrartíma duttu flathama hestar og kaplar niður dauðir og so frusu allar útigangs- kindur til dauða, fé og stórgripir svo og nokkurhvor naut um vorið þó hold og fóður hefði; fengu so sem aðra plágu og dóu út af (Lbs. 1648 4to). Ekki er þessi lýsing fögur og því er svo bætt við að Hofsklerkur missti „þann vetur allan sinn ásauð og kapla, en á millum uppstigningardags og hvítasunnu sín naut og þar eftir, so að staðurinn var klárt með öllu félaus um sumarið“.4 Það er athyglisvert að hér ber upphaf harðindanna upp á sama tíma og talið er í annálunum og Valtýssögu Jóns í Njarðvík; lýsingin á harðindunum er og ekki ósvipuð því sem þar kemur fram. En því fór fjarri að ósköpunum linnti með Lurk (Valtýsvetri). Næstu tvö árin reyndust líka þung í skauti. Árið 1603 hófst „mannfall af fátæku fólki um allt Island af harðindum og sulti; gekk og blóðsótt; dó og mannfólkið af henni mörgum tugum saman í hverri kirkjusókn“ (Skarðsárannáll). Gísli biskup tekur í sama streng. Til þessa árs færir hann m.a. þetta: f Austfjarðasýslu dóu á sama ári hvorki meira né minna en 600 manns úr sótt og hor. Einnig í Mjóafjarðar- og Dvergasteinssóknum dóu menn á víð og dreif og margir saman, svo að nokkrir bæir urðu aleyða. [...] A sama ári þjörmuðu hörkuhríðar og stormar austursveitum landsins. Margir misstu fiskiskip í ofviðrunum; í Vopna- firði fórust tíu, í Borgarfirði fjögur, í Seyðisfirði þrjú; svo var og í öðrum landshlutum, ýmist fleiri eða færri (Islenzk annálabrot). Hér virðist biskup taka upp úr samtíma- heimildum og ferst það fremur óhöndug- lega. „Aldrei hefur skeð hér á landi slíkt mannfall sem þá af hungri,“ segir í Ballarárannál um þetta ár, „svo það er ógnarlegt, hvað fólkið hefur mér þar af sagt, sem það mundi. [...] Fólkið breiskti við eld sér til matar bein úr haugunum og foma skó, og annað þvílíkt.“ - Þessi vetur hefur verið nefndur Píningur eða Píningsvetur. Kollhríðin var þó eftir. Um árið 1604 segir Skarðsárannáll m.a. svo: Gekk blóðsóttin. Féllu yfirferðarmenn. [...] Þetta var kallað Eymdarár. [...] A þessum tveimur fyrirfarandi hörðu árum, með því þriðja hörku- árinu, sem mest undir bjó, féllu í Hegranesþingi 8 hundruð manna; það var bæði yfirferðarfólk og fátækir barnamenn, sem inni lágu. Svo hafa menn reiknað að um allt Island hafi á þessum 3 árum fallið níu þúsund manna. 4Tilvitnanir eru hér færðar til nútímastafsetningar en orðmyndum haldið. 128
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.