Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 134
Múlaþing
Símonarlág er þar sem örin bendir.
Ljósm.: Skarphéðinn G. Þórisson.
Hrafnkell A. Jónsson skjalavörður er allra
manna fróðastur um fyrri alda menn og
málefni hér austanlands. í bréfi til mín (5.5.
1989) hefur hann fært nokkrar líkur að því að
Eyjólfsstaðir á Völlum hafi verið í eigu sömu
ættar um 200 ára skeið, eða frá því um 1380
til 1560. Hann hefur og einnig bent á að
Valtýs nafn muni hafa tíðkast í þeirri ætt.
Þessi ætt hefur búið við auð. Þannig gefur
Þorvaldur Sigurðsson bóndi á Eyjólfsstöðum
jörðina Skriðu í Breiðdal til Skriðuklausturs
14. sept. 1494 (staðfesting frá 6. júní 1500)
(sama heimild). Þorvaldur hefur verið „í röð
betri bænda á Austurlandi á þessum tíma“,
segir Hrafnkell. Hann telur einnig að bróðir
Þorvalds gæti hafa verið Valtýr Sigurðsson
sem kemur fyrst við skjal 1496 á Skúms-
stöðum í Landeyjum, og kemur þar fram að
Valtýr átti vígsbætur að gjalda. Síðast er
Valtýs getið 1514, en í vitnisburði 6 manna
sem gerður er á Skriðu í Fljótsdal 5. sept. það
ár, segir að þeir „heyrðu Valtý Sigurðsson
sjúkan á lrkama
en heilan að viti
í skálanum á
Brekku í Fljóts-
dal gefa Klaustr-
inu á Skriðu
Hvanná á Jökul-
dal“ (sama
heimild). Þá
nefnir Hrafnkell
að Gunnar
(Gvitare) Valtýs-
son komi „við
málefni Hamra-
Settu á þann hátt
að hann er
augljóslega í röð
betri bænda á
Austurlandi, á
sama hátt kemur Starkaður Valtýsson á
Öndóttsstöðum í Reykjadal við skjöl nokkuð
oft um miðja 16. öld, þeir gætu báðir verið
synir Valtýs Sigurðssonar; Valtýr Skeggjason
selur jörð í Vopnafirði á þessum tíma og gæti
eins verið faðir annars þeirra eða beggja“
(sama heimild).
Hrafnkell telur freistandi að telja Valtý
Þorvaldsson, sem kemur við skjal á
Víðivöllum í Fljótsdal 1544, son Þorvalds á
Eyjólfsstöðum, „sá galli er á því að Þorvaldur
dó líklega 1494 en Valtýr Sigurðsson var á lífi
1514, en ekki var til siðs að láta heita nafni
lifandi manna. Báðir gætu þeir þó hafa verið
skírðir í höfuðið á sama manninum og gæti
þá allt gengið upp“ (sama heimild). Hrafnkell
telur að eftir Þorvald Sigurðsson hafi búið á
Eyjólfsstöðum Þorsteinn sonur hans en Jón
sonur Þorsteins mun hafa búið þar síðastur
þeirra kynsmanna, Hann varð skammlífur og
giftist kona hans öðrum manni. Gekk þá
jörðin úr ættinni (um 1560).
Af því sem nú var sagt er ljóst að
Eyjólfsstaðir á Völlum voru ættarsetur á 15.
132