Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 135

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 135
Þessi mun hefna mín öld og fram eftir þeirri 16. og hafa búið þar stórbændur í höfðingjatölu. Sé rétt sú tilgáta Hrafnkels A. Jónssonar að Valtýsnafn hafi gengið í þessari ætt er eðlilegt að sá á grænu treyjunni sé bendlaður við Eyjólfsstaði. - Og er ekki þjóðsagan í sjálfu sér sönunargagn í þá veru að þar hafí Valtýingar búið? Um Valtý sakamann og örnefni Sakamaðurinn Valtýr kemur við sögu í öllum gerðum Valtýssögunnar og við hann eru kennd nokkur örnefni á Völlum. Inn á Hjálpleysudal er Valtýshellir og Valtýsbotn, Valtýssteinn í Símonarlág (hvað sem hann er nú að gera þar) og í túninu í Vallanesi er Valtýslág, Valtýsskott og Valtýshús (eða Valtýstótt). Þessi örnefni koma öll fyrir í Valtýssögu (gerð V-l) nema Valtýsskott sem er lágur hryggur í Vallanesstúni og er Valtýshús (-tótt) á honum. Um húsið segir Magnús Jónsson, sem lengi bjó á Jaðri, að hann hafi heyrt að þar hafi Valtýr sakamaður verið hafður í haldi. Magnús minnir þó að hann hafi líka heyrt að Valtýr hafi hafst þama við og vinnukona í Vallanesi, sem honum var innan handar, hafi fært honum þangað mat. Magnús (f. 1908) er ættaður af Völlum.7 Nú er það svo að Valtýsömefni finnast einnig í öðmm sveitum hér eystra. Þar má nefna Valtýstanga innanvert við túnið á Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði. Ut og upp af honum eru örnefnin Lögréttuhraun og Lögrétta. Um hana segir séra Ólafur Indriðason í sóknai'lýsingu sinni (1841) að þetta sé „klettakví nokkur [...] sem mælt er að verið hafi þingstöð sveitarmanna í forn- öld. Ei er ólíkt að Valtýrstangi hafi verið af- stökustaður glæpamanna og sé hann kennd- ur við einhvöm þeirra“. Hér virðist vera um skýringartilgátu séra Ólafs að ræða en hann var frá Borg í Skriðdal og því vel kunnugur Valtýskambur í Hamarsfirði. Ljósm.: Skarphéðinn G. Þórisson. á Valtýssögu-svæðinu. Enn er að nefna Valtýskamb suður í Hálsþinghá en við hann er tengd þjóðsaga um mann sem barg lífi sínu með því að standa þar á höfði meðan messað var á Hálsi. Sakamaðurinn Valtýr er ekki auðveldari viðfangs en sá saklausi. Sá síðarnefndi lifir í hörðum vetri, sá fyrrnefndi í örnefnum. Alkunna er að örnefni styðja við sögur og skapa jafnvel menn. Verður löngum erfitt að rekja slíkar sagnir til róta. Þó að þessir nafnar tengist í sögunni af Valtý á grænni treyju er alls ekki víst að þeir hafi verið samtímamenn. Er mér nær að halda að sagnir um sakamanninn séu eldri að stofni en hafi tengst hinni sögunni með tíð og tíma. 7Magnús Jónsson bjó á Jaðri 1935-1970. Hann er Vallamaður að ætt og uppruna og hefur því setið við sagnabrunn á sviði Valtýssögunnar. 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.