Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 144

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 144
Múlaþing liggur í Mýra staðar kirkjusókn xc að dýrleika og þar til vi málnytu kúgildi nú í vor í svodan máta að hún skyldi taka til sín fjögur en svara sjálfum sér ii bænhúsgildum og hest fyrir c og þar til iii hundruð að öðru vori í öllum þarfligum peningum.“ Bréfið er uppskrifað af Ama Magnússyni eftir frumriti sr. Ólafs Stefánssonar.4 Þann 3. júní 1540 er skrifað í Vallanesi bréf þar sem er skráður dómur Markúsar sýslumanns Jónssonar sem þá hafði kongsins sýslu í Múlaþingi um þá orðrykt, að Steingrímur heitinn Böðvarsson á Egils- stöðum hefði beðið bana af völdum Sesselju Loftsdóttur konu sinnar. Dómurinn er kveðinn upp á Egilsstöðum 31. maí 1540.5 Bréfið er afskrift Ama Magnússonar skráð um 1570 eftir eftirriti frá 1545. I bréfabók Gissurar biskups Einarssonar em minnisgreinar sem lúta að Egilsstöðum á Völlum. Þar segir á einum stað. „Egilsstaðir í Vallanesþingi gaf Guðrún Finnsdóttir með sér í próventu.“6 Þetta er talið frá 1541 í íslensku fombréfasafni. Þann 7. september 1543 er skipaður dómur 6 manna á Egilsstöðum á Völlum af Erlendi lögmanni Þorvarðarsyni. Dómurinn er um þann byggðarymt sem lék á um að Sesselja Loftsdóttir hafi veitt bónda sínum bana. Dóminn kveða upp lögréttumennimir Þórir Sveinsson, Gissur Helgason og Jón Magnússon og með þeim Hjalti Guðbrands- son, Bjöm Stefánsson og Oddur Núpsson. Fyrir dóminn var eiðfestur vitnisburður þeirra Bjarna Erlendssonar og Gvitare Valtýssonar um að þegar lík Steingríms Böðvarssonar var grafið upp þá hafi það verið allt storkið í blóði og á því stingur á þunna kviðnum, og meiri líkindi á að um mannaverk hafi verið að ræða. Þá kemur fram í dómnum að ekki hafi verið annað heimilisfólk á Egilsstöðum þegar Stein- grímur dó en hann, Sesselja kona hans og „sá drengur sem með henni hafði legið framhjá bónda hennar lifandi.“7 Sama dag skipar Erlendur lögmaður tylftardóm um málið og er Sesselju dæmdur tylftareiður fyrir dráp bónda síns, en ef eiðfall verður, þá líflát og hálft fé hennar undir konung. Þrátt fyrir líflátsdóm og þótt að henni verði eiðfall þá er henni heitið griðum komist hún í aðra hvora dómkirkjuna í Skálholti eða á Hólum. Erfingjum hennar eru dæmdar hálfar eignir Sesselju á móti kóngi, þó virðist dómurinn snúast um Egilsstaði því þar segir „En samt hálfa hennar peninga undir konungin þó hún þangað kæmist (í aðra hvora dómkirkjuna) og erfingjana skylduga að selja konunginum fyrstum þessa jörð hálfa.“ Dómsmenn eru lögréttumennimir: Bjarni Erlendsson, Þórir Sveinsson, Asbjöm Arnason, Þorsteinn Þórðarson, Magnús Egilsson, Jón Arngrímsson, Hjalti Guð- brandsson, og með þeim Bjöm Stefánsson, Oddur Núpsson, Gissur Helgason og Einar Þorvaldsson.8 Bréf þessi eru varðveitt í nokkmm uppskriftum, sú helsta og að mati útgefanda fombréfasafnsins, besta er í Syrpu séra Gottskálks Jónssonar. Útgefandi Isl. fombr. telur þessa uppskrift ígildi fmmrits og að hún muni frá 1543, þ.e. sama ári og dómurinn var kveðinn upp. Þann 30. júní 1544 skipar Erlendur lög- maður Þorvarðarson dóm á Alþingi um þann kaupskap er Björn Jónsson keypti við Sesselju Loftsdóttur um jörðina Egilsstaði. Fram kemur að þeir deila um Egilsstaði Björn Jónsson á Eyvindará og Bjarni Erlendsson á Ketilsstöðum og eru þeir skyldaðir „að koma til næsta Öxarárþings með öll þau próf og skilríki sem þar kunna tilfást að forfallalausu.“ Þar segir ennfremur „Björn skyldi halda sínu kaupi þar til fullnaðar lagavegur gengur á þessi hennar málefni. Leist oss þar eigi af veita, þó þar væru tvennar tylftir manna af lögmönnum 142
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.