Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Qupperneq 144
Múlaþing
liggur í Mýra staðar kirkjusókn xc að
dýrleika og þar til vi málnytu kúgildi nú í vor
í svodan máta að hún skyldi taka til sín fjögur
en svara sjálfum sér ii bænhúsgildum og hest
fyrir c og þar til iii hundruð að öðru vori í
öllum þarfligum peningum.“ Bréfið er
uppskrifað af Ama Magnússyni eftir frumriti
sr. Ólafs Stefánssonar.4
Þann 3. júní 1540 er skrifað í Vallanesi
bréf þar sem er skráður dómur Markúsar
sýslumanns Jónssonar sem þá hafði kongsins
sýslu í Múlaþingi um þá orðrykt, að
Steingrímur heitinn Böðvarsson á Egils-
stöðum hefði beðið bana af völdum Sesselju
Loftsdóttur konu sinnar. Dómurinn er
kveðinn upp á Egilsstöðum 31. maí 1540.5
Bréfið er afskrift Ama Magnússonar skráð
um 1570 eftir eftirriti frá 1545.
I bréfabók Gissurar biskups Einarssonar
em minnisgreinar sem lúta að Egilsstöðum á
Völlum. Þar segir á einum stað. „Egilsstaðir í
Vallanesþingi gaf Guðrún Finnsdóttir með
sér í próventu.“6 Þetta er talið frá 1541 í
íslensku fombréfasafni.
Þann 7. september 1543 er skipaður
dómur 6 manna á Egilsstöðum á Völlum af
Erlendi lögmanni Þorvarðarsyni. Dómurinn
er um þann byggðarymt sem lék á um að
Sesselja Loftsdóttir hafi veitt bónda sínum
bana. Dóminn kveða upp lögréttumennimir
Þórir Sveinsson, Gissur Helgason og Jón
Magnússon og með þeim Hjalti Guðbrands-
son, Bjöm Stefánsson og Oddur Núpsson.
Fyrir dóminn var eiðfestur vitnisburður
þeirra Bjarna Erlendssonar og Gvitare
Valtýssonar um að þegar lík Steingríms
Böðvarssonar var grafið upp þá hafi það
verið allt storkið í blóði og á því stingur á
þunna kviðnum, og meiri líkindi á að um
mannaverk hafi verið að ræða. Þá kemur
fram í dómnum að ekki hafi verið annað
heimilisfólk á Egilsstöðum þegar Stein-
grímur dó en hann, Sesselja kona hans og „sá
drengur sem með henni hafði legið framhjá
bónda hennar lifandi.“7
Sama dag skipar Erlendur lögmaður
tylftardóm um málið og er Sesselju dæmdur
tylftareiður fyrir dráp bónda síns, en ef eiðfall
verður, þá líflát og hálft fé hennar undir
konung. Þrátt fyrir líflátsdóm og þótt að
henni verði eiðfall þá er henni heitið griðum
komist hún í aðra hvora dómkirkjuna í
Skálholti eða á Hólum. Erfingjum hennar eru
dæmdar hálfar eignir Sesselju á móti kóngi,
þó virðist dómurinn snúast um Egilsstaði því
þar segir „En samt hálfa hennar peninga
undir konungin þó hún þangað kæmist (í aðra
hvora dómkirkjuna) og erfingjana skylduga
að selja konunginum fyrstum þessa jörð
hálfa.“ Dómsmenn eru lögréttumennimir:
Bjarni Erlendsson, Þórir Sveinsson, Asbjöm
Arnason, Þorsteinn Þórðarson, Magnús
Egilsson, Jón Arngrímsson, Hjalti Guð-
brandsson, og með þeim Bjöm Stefánsson,
Oddur Núpsson, Gissur Helgason og Einar
Þorvaldsson.8 Bréf þessi eru varðveitt í
nokkmm uppskriftum, sú helsta og að mati
útgefanda fombréfasafnsins, besta er í Syrpu
séra Gottskálks Jónssonar. Útgefandi Isl.
fombr. telur þessa uppskrift ígildi fmmrits og
að hún muni frá 1543, þ.e. sama ári og
dómurinn var kveðinn upp.
Þann 30. júní 1544 skipar Erlendur lög-
maður Þorvarðarson dóm á Alþingi um þann
kaupskap er Björn Jónsson keypti við
Sesselju Loftsdóttur um jörðina Egilsstaði.
Fram kemur að þeir deila um Egilsstaði
Björn Jónsson á Eyvindará og Bjarni
Erlendsson á Ketilsstöðum og eru þeir
skyldaðir „að koma til næsta Öxarárþings
með öll þau próf og skilríki sem þar kunna
tilfást að forfallalausu.“ Þar segir ennfremur
„Björn skyldi halda sínu kaupi þar til
fullnaðar lagavegur gengur á þessi hennar
málefni. Leist oss þar eigi af veita, þó þar
væru tvennar tylftir manna af lögmönnum
142