Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 151

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 151
Hamra-Setta jarðakaupin er gert á Skriðuklaustri 29. mars 1507, en kaupin fóru fram á Múla í Skriðdal 30. ágúst 1506.42 Ég tel líklegt að Björn hafi fengið Eyvindará annað hvort að erfðum eða með mægðum. Ekki getur Jóns meðal barna Þorvarðar á Eiðum. Vissulega gat hann verið til en orðið skammlífur. Jón Þorvarð- arson heitir prestur sem kemur við skjöl í Eyjafirði 1502 til 1511. Þegar hann kemur fyrst við bréf 1502 er hann messudjákn. Ef litið er á hvar hann er í röð presta þegar hann vottar bréf eftir að hann er orðinn prestur þá er ljóst að hann er velmetinn og væntanlega velættaður. Þá kemur hann við tvö bréf sem fjalla um Möðruvallamál.43 Þar deildu afkomendur Þorvarðar Lofts- sonar um eignir og gæti aðild Jóns Þor- varðarsonar að bréfum um málið verið vís- bending um vensl hans við málsaðila. Til að Jón geti verið sonur Þorvarðar Bjarnasonar þá þarf hann að vera mjög ungur þegar hann kemur fyrst við bréf 1502, eins og fyrr gat þá er hann messudjákn þegar hans getur fyrst og gæti því verið innan við tvítugt. Ekkert þarf að vera óeðlilegt við það þar sem mikil prestafæð virðist hafa verið að lokinni plágunni síðari. Jón deyr að öllum líkindum 1511 og hefur þá verið um þrítugt. Þar sem þá var á lífi og lengi eftir það Margrét Þorvarðardóttir þá var þess ekki að vænta að börn Jóns Þorvarðarsonar hlytu nokkuð í arf eftir Þorvarð Bjarnason, en gjafir gat hann gefið ef þeir Björn og Arnfinnur voru sonarsynir hans. Ég fæ ekki betur séð en Björn á Eyvindará hafi verið í miklum kærleikum við Margréti Þorvarðardóttur, hann er viðstaddur á Eiðum þegar Margrét seldi Birni „skafin“ Jónssyni sem giftur var Hólmfríði Þorvarðardóttur hálfsystur hennar Njarðvík.44 Önnur skýring kann að vera á eignarhaldi Björns á Eyvindará. Vitað er að kona Björns var Þórunn Einarsdóttir frá Hofsstöðum í Helgafellssveit. Björn átti a.m.k. eitt barn sem ekki var barn Þórunnar, það var sonur sem hét Bjami. Bjami var örugglega skilgetinn og þá af fyrra hjónabandi Bjöms. Bjami átti í deilum við Þórunni Einarsdóttur eftir lát Bjöms og var það staðfest með dómi á Ketilsstöðum á Völlum5.júní 1562.45 Þar kemur í ljós að fé hafði gengið af Birni þannig að við dauða hans var föður- arfur Bjarna allur uppurinn. Móðir Bjarna, fyrri kona Björns er óþekkt. Fitjaannáll, sem skrifaður er af Oddi Emkssyni sem var afkomandi Margrétar Þorvarðardóttur á Eiðum, kallar hana „hústrú Margréti yngri.“46 Hvergi er þess getið annars staðar að tvær hafi heitið dætur Þorvarðar Bjarna- dóttur með Margrétar nafni. Ekki er fráleitt að fyrri kona Bjöms á Eyvindará hafi verið Margrét eldri Þor- varðardóttir. Hún hefur þá dáið ung og það var eðlilegt að nafn hennar félli í gleymsku þar sem Margrét ríka á Eiðum var mjög áberandi og að auki þá hét annar tengdasonur Þorvarðar Bjamasonar Björn Jónsson. Ég nefni þessar tilgátur báðar og tel þær athygli verðar. Að öllu þessu athuguðu er það mitt álit að að Björn á Eyvindará hafi átt Margréti Þorvarðardóttur fyrir fyrri konu. Faðir hans tel ég að hafi verið Jón Sigurðsson sem lengst var búsettur við Faxa- flóa en varð kæmeistari* Stefáns biskups Jónssonar. Jón var bróðir Narfa sýslumanns Sigurðssonar og Solveigar sem var móðir Björns skafins. Ef þessi tilgáta stenst þá hafa þeir Bjöm á Eyvindará og Bjöm skafinn verið systkinasynir. Rökin fyrir því að Jón Sigurðsson hafi verið faðir þeirra Björns og Amfinns Jónssona eru nokkur. Ég mun ekki gera grein fyrir þeim hér þar sem það breytir engu um málefni Sesselju Loftsdóttur. 149
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.