Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 158

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 158
Múlaþing Sesseljuhamar-Sesseljuhellir Þjóðsagan segir frá því að Hamra-Setta og Bjarni ástmaður hennar hafi lagst út í helli nokkrum milli Gilsárvalla og Hóla- lands í Borgarfirði. Þar heiti síðan Sesselju- hamar og Sesseljuhellir. í frásögn sinni í Grímu segir Margeir Jónsson frá því að hann hafi leitað til Halldórs Asgrímssonar kaupfélagsstjóra á Borgarfirði eystra (síðar alþingismanns) um staðháttalýsingu. Fer lýsing Halldórs hér á eftir: 65 „Sesseljuhellir er í Sesseljuhömrum í Grundarlandi (áður Gilsáivallahjáleigu) í Borgarfirði, og er 15-20 mínútna gangur frá bænum í vestur að hömrunum, sem nefndir eru í daglegu tali Sesseljuhamrar, en klettabrúnirnar oft aðeins Hamrar. Þeir eru í neðstu brún aðal-tjalllendisins í vestur frá Grund og virðast að mestu vera úr líparíti. Bergið er víðast óheillegt og sumsstaðar mulið í skriður. Neðan við Hamrana taka svo fyrst við melar og síðan hallandi mýrlendi niður að sléttu. Hellismunninn liggur í berginu, þar sem það er hæst, ná- lægt tveim mannhæðum frá hálf grasi gróinni skriðu, sem liggur þar upp að klettunum. í Sesseljuhelli, en svo er hann ávallt nefndur, má ganga úr þessari skriðu eftir tæpri rák. Frá hellismunnanum og inn að nokkuð sléttu bergi eru nú ekki meira en 4-6 metrar, eftir því sem mig minnir frá því ég gekk í hellinn, þegar ég var unglingur að Grund [Halldór var fæddur 1896], en til beggja handa liggja gangar, sem nú eru að mestu fullir af lausu grjóti. Uppi á hömr- unum er bergið sprungið, og man ég þar eftir mjög djúpri en þröngri gjá, og er sýni- legt, að þar hefur bergið fallið niður. Eins og hellirinn er nú, er hann lítið annað en munninn, og fjarri því að geta verið manna- bústaður, en ekkert virðist því vera til fyrir- stöðu, að áður hafi til annarrar hvorrar handar legið gangur inn til stærra hellis eða bergið gengið eitthvað lengra fram en nú, og að þá hafi hellirinn verið dýpri. Nokkru neðan við bergið rísa upp tvær háar bergstrýtur, sem nefnast Strípar eða stundum Karlinn og Kerlingin. Þessir Strípar virðast vera í framhaldi lengst til suðvesturs frá norðausturhluta hamrana, en þar eru þeir að mestu aðeins snarbrött urð, og eru Stríparnir sjánlega leifar af harðara bergi en því, sem í kring hefur verið. Þegar þessi hamrabrún sem Stríparnir eru leifar af, hefur verið óhrunin, þá hefur ef til vill verið allbreið gjá milli þeirrar hamrabrúnar og þeirrar, sem nú er til og hellismunninn er í. Sú gjá virðist hafa farið dýpkandi og breikkandi frá norðaustri til suðvesturs. Urðirnar, þar sem þessar bergstrýtur rísa upp úr, eru í daglegu tali kallaðar Neðri- hamrar, en bjargið, þar sem hellismunninn er, Efrihamar. Undan melunum, sem ganga niður úr Neðrihömrum, kemur lækur, sem nefnist Fosslækur, þótt enginn foss sé nú í honum. Þjóðsagan segir, að þessi lækur hafi fallið niður úr Sesseljuhelli og átt upptök sín í vatni því, sem átti að hafa verið í botni hellisins. Hinn rétti hellir ætti því að vera horfinn, því sá hellismunni, sem nú er til, er það langt frá og afleiðis við núverandi upptök lækjarins, að ekki er sennilegt , að hann hafi legið þannig, og að bergið hafi gengið svo mikið til baka frá því er Setta átti að vera uppi, er óhugsandi. Mér þykir því sennilegast að þjóðsagan um Settu sé tengd við þann helli sem enn er til að nafninu til.“ Ég fór ásamt konu minni að Sesselju- hamri á sólbjörtum sunnudegi seinast í ágúst. Eftir leiðsögn Andrésar Björnssonar á Gilsárvöllum, gengum við hjónin upp á hamrana. Eftir að hafa skoðað mig um þá 156
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.