Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 163

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 163
Ársskýrslur Opið hús á vorjafndægri Sunnudaginn 22. mars bauð starfsfólk Safnahússin Signýju Ormarsdóttur að koma í húsið og kynna feril sinn og starf sem fatahönnuður með megináherslu á framleiðslu fatnaðs úr hreindýraleðri. Signý flutti stuttan fyrirlestur og leyfði gestum að finna muninn á grænlensku og austfirsku hreindýraleðri og máta sýnishom af fatnaði sem hún hannar og saumar. Gestir urðu rétt tæplega 20 talsins. Sumardagurinn fyrsti Á sumardaginn fyrsta var enn á ný glatt á hjalla í Safnahúsinu. Félagar úr Ungmennafélaginu Valur á Reyðarfírði sóttu okkur heim og sýndu glímu undir stjóm þjálfara síns Þórodds Flelgasonar. Þvínæst tók við fjölbreytt leikja- og tónlistardagskrá þar sem gestir vom virkjaðir til þátttöku í hópleikjum sem þeir eldri í hópnum mundu eftilvill frá sínum bemskuárum en fæstir hinna yngri höfðu leikið áður. Armann Einarsson tónskólastjóri við Fellaskóla og nemendur hans áttu stóran þátt í að gera þessa uppákomu eins kröftuga og eftirminnilega og raun varð á. Bókavaka Fyrsta föstudaginn í desember var boðið til bókavöku í anddyri Héraðsskjalasafnsins. Búið var til huggulegt andrúmsloft með kertum, kaffi og piparkökum á borðum í annars rökkvuðum salnum. Rithöfundamir Sindri Freysson, Guðrún Bergmann, Guðjón Sveinsson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson lásu úr verkum sínum við góðar undirtektir. Viðkomandi Bókaforlög kostuðu ferðir þeirra höfunda sem komu langt að. Bókavakan hefur fest sig í sessi og á sinn hóp tryggra hlustenda sem ekki láta sig vanta á þennan árlega viðburð þar sem jólabókaflórunni er gerð örlítil skil. Jólagleði Föstudagseftirmiðdaginn 18. desember var enn á ný glaumur og gleði í salarkynnum Safnahússins. Eins og vandi er til léku böm úr Tónlistarskóla Fellahrepps jólalögin undir dyggri handleiðslu Ármanns Einarssonar. Elstu börnin á leikskólanum Tjamarlandi mynduðu kór og sungu nokkur lög í tilefni af opnun ljósmyndasýningar þeirra „Það sem mér finnst jólalegt". Nánar verður sagt frá sýningunni í næsta lið. Að venju fengu gestir lummur og heitt kakó og hjálpuðu til við tólgarkertagerð af mestu elju. Rammíslenskir jólasveinar villtust inn í húsið og urðu áður en varði hrókar alls fagnaðar og höfðu manna hæst þegar sungið var og dansað í kringum jólatréð. Sérsýningar Ljósmyndasýning leikskólabarna „Það sem mér finnst jólalegt" var opnuð á jólagleðinni. Haft var samráð við fóstmr á Tjamalandi og fengu þær elstu bömunum það verkefni að ljósmynda það sem fyrir augu bar í gönguferð um bæinn og minnti þau á jólin. Einnota myndavélar fengust til verkefnisins sem styrkur frá Hraðmynd sem einnig annaðist framköllun endurgjaldslaust. Hugmyndin að verkefninu spratt út frá svipaðri sýningu sem áhugaljósmyndarafélagið Ljósálfar stóð fyrir í Reykjavík sumarið áður. Samstarf þetta heppnaðist með mestu ágætum og tókst bömunum að miðla sinni sýn í gegnum þann miðil sem ljósmyndin er. Sýningin var sett upp á Bókasafninu og stóð vel framyfir áramót. I desembermánuði var einnig sett upp ný sýning á vegum Minjasafnsins í sýningarskápum í stigagangi að Bókasafni. Gréta Osk Sigurðardóttir sá um að velja muni og minjar sem minntu á veturinn, bæði innandyra og utan. Um var að ræða fatnað, húsmuni, skíði og skauta, feldi og annað sem leiddi hugann að því hvemig fólk bjó hér um slóðir að vetri til. Sýningin bar einfaldlega yfirskriftina „Vetur“. 161
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.