Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 163
Ársskýrslur
Opið hús á vorjafndægri
Sunnudaginn 22. mars bauð starfsfólk Safnahússin Signýju Ormarsdóttur að koma í húsið og kynna feril
sinn og starf sem fatahönnuður með megináherslu á framleiðslu fatnaðs úr hreindýraleðri. Signý flutti stuttan
fyrirlestur og leyfði gestum að finna muninn á grænlensku og austfirsku hreindýraleðri og máta sýnishom af
fatnaði sem hún hannar og saumar. Gestir urðu rétt tæplega 20 talsins.
Sumardagurinn fyrsti
Á sumardaginn fyrsta var enn á ný glatt á hjalla í Safnahúsinu. Félagar úr Ungmennafélaginu Valur á
Reyðarfírði sóttu okkur heim og sýndu glímu undir stjóm þjálfara síns Þórodds Flelgasonar. Þvínæst tók við
fjölbreytt leikja- og tónlistardagskrá þar sem gestir vom virkjaðir til þátttöku í hópleikjum sem þeir eldri í
hópnum mundu eftilvill frá sínum bemskuárum en fæstir hinna yngri höfðu leikið áður. Armann Einarsson
tónskólastjóri við Fellaskóla og nemendur hans áttu stóran þátt í að gera þessa uppákomu eins kröftuga og
eftirminnilega og raun varð á.
Bókavaka
Fyrsta föstudaginn í desember var boðið til bókavöku í anddyri Héraðsskjalasafnsins. Búið var til huggulegt
andrúmsloft með kertum, kaffi og piparkökum á borðum í annars rökkvuðum salnum. Rithöfundamir Sindri
Freysson, Guðrún Bergmann, Guðjón Sveinsson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson lásu úr verkum sínum við góðar
undirtektir. Viðkomandi Bókaforlög kostuðu ferðir þeirra höfunda sem komu langt að.
Bókavakan hefur fest sig í sessi og á sinn hóp tryggra hlustenda sem ekki láta sig vanta á þennan árlega
viðburð þar sem jólabókaflórunni er gerð örlítil skil.
Jólagleði
Föstudagseftirmiðdaginn 18. desember var enn á ný glaumur og gleði í salarkynnum Safnahússins. Eins og
vandi er til léku böm úr Tónlistarskóla Fellahrepps jólalögin undir dyggri handleiðslu Ármanns Einarssonar.
Elstu börnin á leikskólanum Tjamarlandi mynduðu kór og sungu nokkur lög í tilefni af opnun
ljósmyndasýningar þeirra „Það sem mér finnst jólalegt". Nánar verður sagt frá sýningunni í næsta lið. Að venju
fengu gestir lummur og heitt kakó og hjálpuðu til við tólgarkertagerð af mestu elju. Rammíslenskir jólasveinar
villtust inn í húsið og urðu áður en varði hrókar alls fagnaðar og höfðu manna hæst þegar sungið var og dansað
í kringum jólatréð.
Sérsýningar
Ljósmyndasýning leikskólabarna „Það sem mér finnst jólalegt" var opnuð á jólagleðinni. Haft var samráð
við fóstmr á Tjamalandi og fengu þær elstu bömunum það verkefni að ljósmynda það sem fyrir augu bar í
gönguferð um bæinn og minnti þau á jólin. Einnota myndavélar fengust til verkefnisins sem styrkur frá
Hraðmynd sem einnig annaðist framköllun endurgjaldslaust. Hugmyndin að verkefninu spratt út frá svipaðri
sýningu sem áhugaljósmyndarafélagið Ljósálfar stóð fyrir í Reykjavík sumarið áður. Samstarf þetta heppnaðist
með mestu ágætum og tókst bömunum að miðla sinni sýn í gegnum þann miðil sem ljósmyndin er. Sýningin
var sett upp á Bókasafninu og stóð vel framyfir áramót.
I desembermánuði var einnig sett upp ný sýning á vegum Minjasafnsins í sýningarskápum í stigagangi að
Bókasafni. Gréta Osk Sigurðardóttir sá um að velja muni og minjar sem minntu á veturinn, bæði innandyra og
utan. Um var að ræða fatnað, húsmuni, skíði og skauta, feldi og annað sem leiddi hugann að því hvemig fólk
bjó hér um slóðir að vetri til. Sýningin bar einfaldlega yfirskriftina „Vetur“.
161