Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 164

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 164
Múlaþing Sumarstarfsemi Sumarsýningar Fastasýning Minjasafnsins tók svolitlum breytingum fyrir sumaropnun. Skipt var út munum í einum sýningarbásanna. Þar sem áður höfðu aðallega verið ýmsir gripir sem glatað höfðu sögu sinni í gegnum óvissuár Minjasafnsins var stillt upp munum úr búi bræðranna Arna, Bjöms og Eiríks Sigfússona frá Giljum í Jökuldal. Bræðurnir létust allir á yfirstandandi áratug en tóku við búskap að Giljum eftir móður sína og tengdaföður. Enginn þeirra giftist og áskotnaðist Minjasafninu úrval muna af heimili þeirra sem þeir færðu safninu sjálfir. Segja má að gripirnir gefi mynd af bæjarbrag alþýðuheimilis til sveita um miðja þessa öld. Að öðru leyti var sýningarsalur yfirfarinn og nokkrar minni breytingar, viðbætur og tilfærslur gerðar. Formleg sumarsýning Minjasafnsins bar titilinn „Geirsstaðir í Flróarstungu - stórbýli á landnáms- og söguöld". Sýningin skýrði fomleifarannsókn sem Steinunn Kristjánsdóttir stýrði sumarið 1997. Gerð var grein fyrir vinnuaðferðum við rannsókn af þessu tagi, gestir leiddir í gegnum jarðlögin út frá teikningum og sýni og greiningarniðurstöður af ýmsu tagi gat að líta í sýningarborðum. Jarðvegssnið tekið á vettvangi rannsóknarinnar gaf lifandi mynd af því efni sem fornleifafræðingar hafa úr að moða þegar dregnar eru ályktanir um aldur og eðli rústa í jörðu. Sýningin stóð til loka sumars. Tóvinna Sunnudagseftirmiðdaga mættu fulltrúar eldri kynslóðarinnar í baðstofuna í sýningarsal, tóku til við ullarvinnu og skýrðu fyrir gestum. Ahugasamir, einkum börn, fengu tilsögn í að kemba og stíga rokk, og • sáu ullina breytast í band, tilbúið fyrir prjónana. Gamla fólkið gaf allt vinnu sína en sérstaklega ber að nefna að Þórólfur Stefánsson mætti næstum alla sunnudaga sumarsins. Olafur Sigurðsson, Framnesi, Reyðarfirði yfirfór rokkana fyrir notkun safninu að kostnaðarlausu. Hestakerruferðir Alla miðvikudagseftirmiðdaga í júlímánuði, eða 5 skipti, var boðið upp á hestakerruferðir í Lóma- tjamargarði. Tímasetningin var valin þannig að þessa daga stóð Vinnuskóli Austur-Fíéraðs fyrir ýmsum uppákomum í garðinum. Féllu hestakerruferðirnar mætavel inní þá dagskrá og reyndust þegar upp var staðið lang vinsælastar af því sem í boði var. Helgi Valmundsson kúskur og hestur hans höfðu aldrei fyrr haft svo mikið að gera í fólksflutningum á vegum safnsins og voru að vonum ánægðir. Sveitadagur I lok ágúst halda Héraðsbúar árlega uppskeruhátíð sína Ormsteiti og í þetta sinn tók Minjasafnið þátt með sveitadegi þar sem fjöldi sjálfboðaliða kom í heyskap með gamla laginu auk þess sem sem unnið var við fjölbreytt handverk innan dyra. Sláttumenn slógu með orfi og ljá, svo var tekið til við að raka í garða og binda í bagga sem loks voru hengdir á klakka. Klyfjaðir hestarnir voru svo teymdir svolítið um garðinn. A meðan var boðið upp á harðfisk, sem barinn var með steinsleggju mikilli, og mysu til að væta kverkarnar. Uti á torfþaki við húsið var mó hlaðið í strýtu eins og tíðkaðist til að þurrka hann. Innandyra var tóvinnan í fullum gangi auk þess sem band var litað með jurtum og gjarðir brugðnar af list. Fjöldi gesta lagði leið sína á túnið við Safnahúsið til að fylgjast með, og ef til vill hjálpa til, og lét ekki hjá líða að fara innfyrir og skoða safnið og það sem þar fór fram. 162
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.