Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 165

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 165
Ársskýrslur Gestafjöldi Eins og fram kom í inngangi var sumarið heldur dapurt hvað ferðamennsku varðar vegna lélegs tíðafars. Minjasafnið fór ekki varhluta af fækkun ferðamanna eins og tölur um gestafjölda bera með sér. Á árinu öllu heimsóttu safnið 1920 manns skv. gestabók. Þar af eru börn 203 og skólahópar 227. Utlendingum fjölgaði lítillega frá fyrra ári og töldu 369 manns eða 19,2% gesta. Af þessu er ljóst að hinn íslenski ferðamaður sneiddi hjá Austurlandi þetta sumar en útlendingar eru yfirleitt með fyrirfram skipulagt fn og skiluðu sér því í svipuðum mæli og fyrr. Til að skýra þetta betur skal bent á að hlutfall erlendra gesta árið áður var aðeins 8%. Sú athygli sem safnið hlaut opnunarárið 1996 og á afmælisári Egilsstaða 1997, með sýningunni „Gömlu dagana gefðu mér“ stuðlaði eflaust að því að Héraðsbúar heimsóttu safnið í mun meira mæli en þeir gerðu 1998. Ljóst er af fenginni reynslu að sumarsýning safnsins um fornleifauppgröftinn að Geirsstöðum höfðaði ekki til hins almenna borgara hér um slóðir. Til þess að tryggja að heimamenn sæki safnið reglulega heim þarf að hafa eitthvað á boðstólum sem sérstaklega höfðar til þeirra. Þetta geta verið einstakir viðburðir eða munir sem skipa háan sess í hugum Austfirðinga. Evrópusamstarf Á grundvelli rannsóknarstarfs Minjasafnsins var því boðin á árinu 1997 aðild að umsókn stofnanna í 8 Evrópulöndunt um styrk úr Raphaelmenningaráætlun Evrópusámbandsins. Skoskur styrkþegi úr Leonardoáætlun Evrópusambandsins starfaði með Steinunni1) að uppgreftrinum að Geirsstöðum 1997 og mælti með því við forráðamenn bresks fyrirtækis sem hafði umrædda umsókn í bígerð að Minjasafnið yrði fengið til samstarfs. Minjasafn Austurlands þáði aðild að styrkumsókninni og hlaut hún hámarks- fjárveitingu úr Raphaeláætlun ES snemma árs 1998. Þá lá fyrir að samstarfsverkefnið yrði að veruleika. Það hafði hlotið yfirskriftina Preserving and Reconstructing Ancient Buildings of Wood, skammstafað PARABOW. Á íslensku; "Varðveisla og endurgerð fornra bygginga úr viði". Upplýsingar um verkefnið og framvindu þess má finna á heimasíðu PARABOW á veraldarvefnum: www.grampus.co.uk/parabow. Löndin átta sem aðild eiga að verkefninu eru Island, Danmörk, Italía, Finnland, Þýskaland, Slóvakía, Skotland og Irland. Stofnanirnar sem löndin tefla fram eru fjölbreyttar og er Minjasafnið til dæmis eina safnið. Samnefnarar á áhugasviði og starfsemi stofnananna eru auðvitað nokkrir og þeir helstu eru; saga og menning snemm-miðalda, fræðsla og fagþjálfun, áhugi á því sem tengir löndin saman (Víkingar, Saxar) og timbur og nýting þess fyrr á tímum, sérstaklega til húsbygginga. Stofnanirnar leggja til sérfræðinga á ýmsum sviðum og eru þau helstu þessi: Minjavarsla, skógfræði, græn ferðamennska, námsefnis- og hugbúnaðargerð, umhverfisfræði, húsagerðarlist, fomleifafræði, „lifandi“ fomleifafræði, saga og fornt handverk. Þessi samsetning gefur auðvitað ótal möguleika varðandi þverfaglega samvinnu en markmið PARABOWverkefnisins er söfnun og miðlun þekkingar á fornum aðferðum við notkun timburs í húsagerð. Sérstök áhersla er á aðferðir og tækni sem beita má þegar um viðgerðir eða endurgerðir sögulegra húsa er að ræða og er áformað að gefa út námsefni á háskólastigi um þetta efni auk ítarlegrar ^Fyrir fomleifarannsókn Steinunnar Krístjánsdóttur er gerð greinfyrir í þessu hefti Múlaþings og heftinu ífyrra. 163
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.