Jökull - 01.12.1972, Page 89
Mynd 6. Sunnan við Syðri-Hágöngu. Horft til
vesturs.
Fig. 6. Soutli of Soutliern-Háganga. View to-
wards ivest.
Photo S. Freysteinsson, Aitg. 14, 1910.
Af framansögðu er ljóst, að breytingar á vötn-
um öllum í Hamarskrika hafa verið mjög tíðar
á undanförnum áratugum. Hvítalón fyllist, þeg-
ar Köldukvíslarjökull gengur fram og Hamars-
lón, þegar Tungnárjökull lileypur. Tungnár-
jökull hefur hlaupið á 3—4 áratuga fresti í
seinni tíð. Köldukvíslarjökull er sennilega sama
eðlis. Þar er þó aðeins vitað, að hann gekk fram
einhvern tíma rnilli 1945 og 1960 (Thorarinsson
1964; Freysteinsson 1968).
Jökulhlaup úr Hvítalóni eða Hamarslóni
eru vafalaust árviss um nokkurra ára skeið í
senn, þegar jöklarnir eru í vissri stöðu. Á mynd
5 eru sýnd vatnsrit flóðtoppa í Köldukvísl við
Sauðafell og Brúargljúfur 1964—1967, sem vafa-
laust eru jökulhlaup. Vatnsmagn í þessum flóð-
um er lítið og tæmingartíminn það langur, að
mesta rennsli verður ekki meira en algengt er
í leysingum.
Hæð frá botni Hvítalóns upp að efstu strand-
línu er 33 m skv. lauslegri mælingu þann 13.
Mynd 7. Kaldakvísl við
Syðri-Hágöngu. Grjótstíflan
til vinstri uppi við fjallið.
Fig. 1. Kaldakvisl-river at
Southern Háganga. The na-
tural rock dam is at the
mountain to the left.
Photo S. Freysteinsson,
ágúst 1970. Með hliðsjón af ameríska kortinu
má ætla, að rúmtak þess, þegar það var fullt,
hafi verið 10—12 Gl. Ef 12 G1 lón tæmist á
24 tímum, verður mesta rennsli 250—300 m3/s.
Ef tæmingartiminn er styttri, verður toppurinn
hærri í öfugu hlutfalli við tæmingartímann. Nú
er hugsanlegt, að bæði lónin hlaupi samtímis,
en samt er varla við því að búast, að flóðtopp-
urinn verði nema nokkur hundruð m3/s.
Að lokum má geta þess, að virkt eldstöðva-
belti virðist ganga undir Köldukvíslarjökul. Gos
var í Tröllagígum sunnan og suðvestan Mókolla
árin 1862—1864 (Thorarinsson 1972). Svæðið
suðvestan við Hvítalón hefur nýlega verið á
hreyfingu. Þar eru sprungur og misgengi gegn-
um auðveðruð yfirborðsjarðlög. Jökulhlaup
vegna eldsumbrota eru þess vegna hugsanleg.
FARVEGIR KÖLDUKVÍSLAR
VIÐ SYÐRI-HÁGÖNGU
Meðfram norðurbrún Hágönguhrauns milli
Syðri-Hágöngu og Skrokköldu eru miklir far-
vegir og gljúfur sums staðar. Pálmi Hannesson
(1958) getur um þessa farvegi og telur þá eftir
leysingarvatn úr suðurhlíð Hágöngunnar, enda
rennur það þessa leið og niður Þúfuverskvísl,
sem fellur til Þjórsár. Nánari athugun sýnir þó,
að Kaldakvísl hefur einhvern tíma runnið
þarna.
Undir suðurhlíð Syðri-Hágöngu er gljúf-
ur milli hrauns og hlíða. Sunnan við gljúfrið
er stallur í hrauninu, og sunnan við hann er
Irraunkambur, sem heldur áfram austan við
Köldukvísl nokkuð norður með fjallinu. Stall-
urinn er vatnssorfinn, sjá mynd 6, og jafnvel
uppi við Köldukvísl, þar sem hann er mjög
hár, er vatnsborið stórgrýti. Gljúfrið meðfram
fjallinu nær alveg upp að Köldukvísl og endar
þar með grjótstíflu, sjá mynd 7 og 8. Króna
stíflunnar er 2—3 m yfir venjulegu vatnsborði.
JÖKULL 22. ÁR 87