Jökull


Jökull - 01.10.1998, Side 62

Jökull - 01.10.1998, Side 62
við ísfjall eitt mjög breiða sanda, en á þeim miðjum einstakt fjall grasivaxið.“94‘95120 1672 ? I Kjósarannál sem Hannes Þorsteinsson rennir styrkum stoðum undir að sé verk séra Einars prófasts Einarssonar í Görðum á Alftanesi segir; „A því sumri visiteraði biskup Mag. Brynjólfur S[veins- ]s[on] Austfirði; sagði hann það verða mundi sína seinustu visitatiu, hvað og einninn skeði. /—/ I sömu reisu reið hann á ísbrú ofarlega við jökulinn yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi, en stundum nokkrum síðar kom jökulhlaup í ána, svo brúin varð frambrotin (og) áin ófær, svo maður sá, sem með biskupi hafði farið yfir ána, hlaut á jöklum yfir komast, þá hann aptur reisti." Séra Einar var í fylgdarliði biskups í þessari ferð og því efalítið vitni að framangreindum at- burði sem ekki er vitað um að sé annars staðar skráður.2 1794 11/8 Sveinn Pálsson ásamt tveimur fylgdar- mönnum, gekk fyrstur manna svo vitað sé á Öræfa- jökul. Líklegt er að annar félaga hans hafi verið Eggert Bjarnason Pálssonar landlæknis en hann var í þrjú sumur aðstoðamiaður Sveins á ferðum hans um landið. Lögðu þeir upp skömmu fyrir kl. sex að morgni frá Kvískerjum og komu að jökulrönd hjá Rótarfjallshnúki (1026 m) þremur tímum seinna. Stuttu eftir að þeir hófu jökulgönguna varð annar fylgdarmannanna „svo kvíðafullur og syfjaður, að við urðum loks að skilja hann eftir.“ Eftir þriggja stunda jökulgöngu eru Sveinn og félagi hans komnir „upp á suðausturhnúk jökulsins“ (Sveinsgnýpu 1927 m eða Sveinstind 2044 m).Viðþað að horfa þaðan yfir Hrútár- og Fjallsjökla telur Sveinn sig fá nokkra „sönnun þess að ísinn sé í eðli sínu - án þess að bráðna - fljótandi að nokkru leyti, líkt og ýmsar tegundir af harpixi.“ Eftir skamma dvöl snúa þeir aftur sömu leið og eru allir þrír komnir að Kvískerjum kl. hálf fimm síðdegis.18'106'107' 1795 ±? í Norðanfara 1865 skýrir sr. Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað frá því að Sigurður Þorsteinsson frá Svínafelli hafi sagt sér að „Hann og bróðir hans eða frændi, sem fór með honum, langaði til að kanna jökulinn og vita, hvað hann væri breiður. Þeir fóru frá Skaftafelli eða selinu þar norður og upp af um afturelding, -það var um vor-, gengu hvatlega, því mennirnir voru röskir. /—/ Um nónbil, minnir mig, komu þeir loks á hájökulinn, svo þeir sáu norður af. Þar var dæld fyrir norðan þá og svo bumba. Yfir hana sáu þeir svört fjöll, lág og öræfi í miklum fjarska. Sagði Sigurður mér, að hann hefði álitið mikið eftir af jöklinum, e.t.v. þriðjung.“ 89'9L 1812 2/9 Þann dag fóru Hans Frisak, norskur liðs- foringi, sem hér var við mælingar á strandlengjunni og aðstoðarmaður hans Magnus Petersen, sem gæti hafa verið landi Frisaks en báðir voru þeir starfsmenn danska rentukammersins, ásamt tveimur Islendingum þeim Kristjáni Vigfússyni, bónda í Borgarhöfn og Steingrími nokkrum, ríðandi frá Borgarhöfn inn Staðardal áleiðis á Bimudalstind. Erindið var að hlaða vörðu á tindinn til þríhyrningsmælinga. Innarlega í Staðardalnum skildu þeir hestana eftir og gengu á jaðri Skálafellsjökuls að tindinum. Að lokinni vörðuhleðslu héldu þeir til baka og gengu nú enn lengra niður eftir jöklinum eða þar til sprungur vom orðnar vemlega til tafar. Að hestunum komu þeir svo eftir níu tíma fjarveru. Snemma morguns þann 10. leggur Frisak svo aftur af stað en nú frá Felli og var förinni heitið á Þverártindsegg. I fylgd með honum voru Magnus, Steingrímur og Brynjólfur Þorsteinsson bóndasonur frá Felli. Þeir gengu eftir Fellsárjöklinum og norður með egginni. Erfitt er að slá föstu hve langt þeir fóru því texti dagbókarinnar er ekki afdráttarlaus hvað það snertir „siden op paa Æggen og nordefter langs ad indtil vi kom paa det hoyeste hvor jeg syntes Varden maatte staae. Dette maae ogsaa í strængeste Forstand kaldes Ægger; thi det er neppe Plads for Foden.“ en hæpið er að nokkrum sem fer þama um geti dulist hvar eggin er hæst. Að vörðuhleðslunni lokinni héldu þeir til baka en í stað þess að fara eftir Fellsárjöklinum fóru þeir í skriðunum ofan hans og óðu Fellsána.35 1813 19/7 Því hefur verið haldið fram að Hans Frisak, Magnus Petersen og Jón Árnason bóndi og hreppstjóri á Fagurhólsmýri, séu fyrstu menn sem vitað er um að gengið hafi á Hvannadalshnúk. Við lestur dagbókar Frisaks kemur hinsvegar í ljós að nær fullvíst er að svo hefur ekki verið. Þykir því rétt að birta hér þýðingu á þeim hluta dagbókarinnar sem fjallar um jökulför þeirra félaga. Frisak hafði bækistöð á Fagur- 60 JOKULL, No. 45, 1998
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.